Kúnnar þakklátir fyrir starfsmanninn á plani Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2013 09:00 Guðmundur Benjamín Jóhannesson segir útiveruna og spjall við hressa kúnna vera það besta við starfið. Fréttablaðið/GVA Fyrir nokkrum árum fjölgaði sjálfsölum verulega á bensínstöðvum sem æ fleiri nýttu sér til að spara bensínkostnað. En það eru alltaf einhverjir sem vilja heldur þjónustuna, hvort sem það er að setja bensín á bílinn eða athuga með olíuna, og á höfuðborgarsvæðinu eru 35 bensínstöðvar sem enn bjóða upp á slíka þjónustu. Í samtali við Olís, Skeljung og N1 kom fram að öll fyrirtækin leggi upp úr þjónustu við viðskiptavini og ekki er séð fram á að sjálfsalinn muni alfarið taka við af þjónustunni. Áhersla á þjónustu starfsmanna á plani hefur þó farið minnkandi vegna minnkandi eftirspurnar. Fyrir um ári síðan byrjaði Skeljungur að bjóða upp á jafn dýrt bensín, í sjálfsafgreiðslu og þjónustu, og þá kom í ljós að kúnnarnir vilja gjarnan þiggja þjónustuna. Guðmundur Benjamín Jóhannesson starfar við útiþjónustu á Stöðinni á Birkimel í Vesturbænum. Ófá þakkarbréf hafa verið send til stjórnenda Skeljungar þar sem einstök þjónustulund hans er lofuð. Guðmundur kannast vel við það að fólk sé þakklátt fyrir þjónustuna. „Maður minnir á frostlöginn, býðst til að athuga með vatnið og olíuna, bendir því á að rúðuþurrkurnar eru handónýtar og býðst til að skipta, athugar með loft í dekkjum og svo framvegis. Þetta er eitthvað sem fólk kann virkilega vel að meta. Svo þegar það er vont veður þá finnst því voða notalegt að fá þjónustu og geta verið inni í hlýjum bíl.“ Guðmundur hefur unnið á bensínstöðinni í fimmtán ár og gegnt ýmsum störfum en skemmtilegast þykir honum að vera í þjónustunni úti við. „Útiveran hentar mér vel. Maður hefur alla lóðina til að rölta um og teygja á sér. Svo er gaman að hitta skemmtilega kúnna og maður er farinn að þekkja fastakúnnana ansi vel. Maður er bara tilbúinn með þjónustuna og vöruna þegar þeir koma því maður veit hvað þeir vilja. Við erum eiginlega eins og lítil fjölskylda hérna, sama starfsfólkið búið að vera lengi og allir þekkja alla.“ Á tímabili fyrir nokkrum árum stóð til að þjónusta á stöðinni myndi hætta og var þjónustan takmörkuð verulega. „Þá var fólk ekki alveg sátt enda mikið af eldra fólki sem kemur og treystir á að við förum aðeins yfir bílinn yfir góðu spjalli,“ segir Guðmundur. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Fyrir nokkrum árum fjölgaði sjálfsölum verulega á bensínstöðvum sem æ fleiri nýttu sér til að spara bensínkostnað. En það eru alltaf einhverjir sem vilja heldur þjónustuna, hvort sem það er að setja bensín á bílinn eða athuga með olíuna, og á höfuðborgarsvæðinu eru 35 bensínstöðvar sem enn bjóða upp á slíka þjónustu. Í samtali við Olís, Skeljung og N1 kom fram að öll fyrirtækin leggi upp úr þjónustu við viðskiptavini og ekki er séð fram á að sjálfsalinn muni alfarið taka við af þjónustunni. Áhersla á þjónustu starfsmanna á plani hefur þó farið minnkandi vegna minnkandi eftirspurnar. Fyrir um ári síðan byrjaði Skeljungur að bjóða upp á jafn dýrt bensín, í sjálfsafgreiðslu og þjónustu, og þá kom í ljós að kúnnarnir vilja gjarnan þiggja þjónustuna. Guðmundur Benjamín Jóhannesson starfar við útiþjónustu á Stöðinni á Birkimel í Vesturbænum. Ófá þakkarbréf hafa verið send til stjórnenda Skeljungar þar sem einstök þjónustulund hans er lofuð. Guðmundur kannast vel við það að fólk sé þakklátt fyrir þjónustuna. „Maður minnir á frostlöginn, býðst til að athuga með vatnið og olíuna, bendir því á að rúðuþurrkurnar eru handónýtar og býðst til að skipta, athugar með loft í dekkjum og svo framvegis. Þetta er eitthvað sem fólk kann virkilega vel að meta. Svo þegar það er vont veður þá finnst því voða notalegt að fá þjónustu og geta verið inni í hlýjum bíl.“ Guðmundur hefur unnið á bensínstöðinni í fimmtán ár og gegnt ýmsum störfum en skemmtilegast þykir honum að vera í þjónustunni úti við. „Útiveran hentar mér vel. Maður hefur alla lóðina til að rölta um og teygja á sér. Svo er gaman að hitta skemmtilega kúnna og maður er farinn að þekkja fastakúnnana ansi vel. Maður er bara tilbúinn með þjónustuna og vöruna þegar þeir koma því maður veit hvað þeir vilja. Við erum eiginlega eins og lítil fjölskylda hérna, sama starfsfólkið búið að vera lengi og allir þekkja alla.“ Á tímabili fyrir nokkrum árum stóð til að þjónusta á stöðinni myndi hætta og var þjónustan takmörkuð verulega. „Þá var fólk ekki alveg sátt enda mikið af eldra fólki sem kemur og treystir á að við förum aðeins yfir bílinn yfir góðu spjalli,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira