Lífið

Á matreiðslubækur frá 173 löndum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Nanna Rögnvaldardóttir fyllti út heimskort út frá matreiðslubókalöndum hennar.
Nanna Rögnvaldardóttir fyllti út heimskort út frá matreiðslubókalöndum hennar. Mynd/Anton Brink
Margir hafa fyllt út heimskort með löndum sem þeir hafa heimsótt og deilt á Facebook undanfarna daga. Nanna Rögnvaldardóttir, matreiðslubókahöfundur og ritstjóri á Forlaginu, fyllti út kortið eftir því hvaðan hún á matreiðslubók.

Skemmst er frá því að segja að heimskortið er nærri því útfyllt.

„Samkvæmt þessu korti á ég bækur frá 76 prósentum landa heims, það gerir 173 lönd. Fyrir utan stóra eyðu í Afríku þá eru þetta fyrst og fremst smáríki sem mig vantar bækur frá. En ég á þó uppskriftir frá nánast öllum þessum löndum sem eru þá kaflar í öðrum bókum,“ segir Nanna.

Nanna á samtals 2.200 matreiðslubækur og eru matreiðslubækur hennar stærsta söfnunarárátta.

„Ég hef sagt það áður, ég bý ekki á heimili heldur matreiðslubókasafni,“ segir Nanna.

Nanna hefur sent frá sér á annan tug vinsælla matreiðslubóka og eru viðfangsefni hennar fjölbreytt. „Út af allri þessari matreiðslubókaeign minni þá er aldrei skortur á hugmyndum,“ segir Nanna.

Nú nýlega kom út bókin Kjúklingaréttir Nönnu þar sem Nanna gefur uppskriftir að fimmtíu kjúklingaréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.