Golf

Heppnin ekki með Tiger á fimmtándu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods er í 7. sæti og þremur höggum á eftir efsta manni þegar Mastersmótið í golfi er hálfnað. Tiger byrjaði vel á öðrum hring en hafði ekki heppnina með sér á fimmtándu holunni.

Tiger lék fyrstu fjórtán holurnar á þremur höggum undir pari og var á þeim tímapunkti í efsta sætið ásamt þeim Fred Couples og Marc Leishman en allir höfðu þeir þá leikið á fimm höggum undir pari.

Tiger tapaði hinsvegar höggi þegar þriðja högg hans inn á fimmtándu flöt small í stönginni og skoppaði út í vatn. Hann þurfti því að taka annað högg en gerði það með glæsibrag og tapaði því ekki nema einu höggi á holunni.

Þessi óheppni fór reyndar ekki vel í Woods sem endaði daginn ekki nógu vel og tapaði meðal annars höggi á átjándu holunni. Hann endaði því daginn á einu höggi undir pari og er því á þremur höggum undir pari eftir 36 holur.

Það er hægt að sjá vandræði Tiger á fimmtándu holunni með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×