Stendur klár þegar borpallurinn kemur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2013 19:22 Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. Fyrir þremur vikum tilkynnti utanríkisráðherra að Steingrímur væri búinn að semja um smíði fyrsta sérhæfða skips Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Stóri draumurinn er að Íslendingar verði virkir á Drekasvæðinu, segir Steingrímur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kveðst sannfærður um að þar finnist olía og vill að Íslendingar taki beinan þátt í þeirri starfsemi sem þar er framundan. Sjálfur vill hann standa klár þegar kallið kemur. Þótt heimahöfn skipsins verði í Fjarðabygg segir Steingrímur að starfssvæði þess verði allur heimurinn, enda sé verið að leita olíu um heim allan.Tölvumynd af skipi Fáfnis Offshore, dýrasta skipi sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt.Skipið er sérbúið til að takast á við mengunarslys og olíuelda og með öflugar slökkvibyssur, sem sprauta bununni hundrað metra. Skipið getur úðað á eigin skrokk, ef það til dæmis siglir í brennandi eldhafi, og er jafnframt sérstyrkt til siglinga í ís. Steingrímur segir það útbúið öllu sem þarf til að það geti þjónað sem neyðarskip í alþjóðlegum björgunaraðgerðum á Norðurslóðum. Það er lykillinn að 6,8 milljarða samningi við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið verði þar öryggis- og þjónustuskip í sex mánuði á ári næstu sex ár. Steingrímur er annars bjartsýnn um að nóg verði að gera fyrir þetta 7,3 milljarða fley, eins og heyra má í fréttum Stöðvar 2, í myndskeiðinu hér að ofan. Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. Fyrir þremur vikum tilkynnti utanríkisráðherra að Steingrímur væri búinn að semja um smíði fyrsta sérhæfða skips Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Stóri draumurinn er að Íslendingar verði virkir á Drekasvæðinu, segir Steingrímur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kveðst sannfærður um að þar finnist olía og vill að Íslendingar taki beinan þátt í þeirri starfsemi sem þar er framundan. Sjálfur vill hann standa klár þegar kallið kemur. Þótt heimahöfn skipsins verði í Fjarðabygg segir Steingrímur að starfssvæði þess verði allur heimurinn, enda sé verið að leita olíu um heim allan.Tölvumynd af skipi Fáfnis Offshore, dýrasta skipi sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt.Skipið er sérbúið til að takast á við mengunarslys og olíuelda og með öflugar slökkvibyssur, sem sprauta bununni hundrað metra. Skipið getur úðað á eigin skrokk, ef það til dæmis siglir í brennandi eldhafi, og er jafnframt sérstyrkt til siglinga í ís. Steingrímur segir það útbúið öllu sem þarf til að það geti þjónað sem neyðarskip í alþjóðlegum björgunaraðgerðum á Norðurslóðum. Það er lykillinn að 6,8 milljarða samningi við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið verði þar öryggis- og þjónustuskip í sex mánuði á ári næstu sex ár. Steingrímur er annars bjartsýnn um að nóg verði að gera fyrir þetta 7,3 milljarða fley, eins og heyra má í fréttum Stöðvar 2, í myndskeiðinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00