Innlent

Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur

Andri Ólafsson skrifar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar.

Maðurinn mun hafa verið á ferð um Brasilíu og Paragvæ síðast þegar til hans spurðist en ekkert er vitað um örlög hans eða afdrif síðan. En nokkrar vikur eru síðan síðast heyrtist frá honum. Lögreglan hefur reynt ýmilslegt, meðal annars látið Interpol lýsa eftir honum en það hefur litlu skilað. Til dæmis hefur engin formleg staðfesting fengist á því hvort maðurinn sé yfirhöfuð lífs eða liðinn.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 óttast fjölskylda og aðstandendur mannsins hið versta og telja að ábendingar sem lögreglu hefur fengið, þess efnis að maðurinn hafi verið myrtur, séu trúverðugar. Enn hafa hins vegar engar staðfestingar fengist að utan og því hefur lögreglan varist allra frétta af málinu undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×