Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Karen Kjartansdóttir skrifar 12. apríl 2013 19:00 Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Kosningar 2013 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira