Erlent

Vara við miskunnarlausum árásum

Kim Jong-un
Kim Jong-un Nordicphotos/Getty
„Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Fréttavefur Sky greinir frá þessu.

„Stríð gæti brotist út í dag eða á morgun," segir í yfirlýsingunni og er vísað í horð háttsetts manns innan hers Norður-Kóreu. „Hátæknivæddur og miskunnarlaus floti okkar hefur verið yfirfarinn og gerður klár."

Bandaríkin tilkynntu fyrr í dag um ákvörðun sína að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafinu. Eyjan er bandarískt heryfirráðasvæði og þaðan ætla Bandaríkin að verjast mögulegum árásum Norður-Kóreu.

Eldflaugavarnakerfið á fyrst og fremst að geta varist skotárásum eldflauga af hendi Norður-Kóreu. Þeir líta hins vegar á aðgerðir Bandaríkjamanna sem ógn við sig.

Talið er að langdrægar flaugar Norður-Kóreumanna séu enn á tilraunastigi. Af þeim sökum er talið að frekar verði reynt að ráðast á herstöðvar Bandaríkjanna í Suður-Kóreu og Japan.

Spennan hefur verið mikil á milli þjóðanna síðan Norður-Kórea skaut eldlfaug á loft í desember og framkvæmdi sína þriðju kjarnorkutilraun í febrúar.


Tengdar fréttir

Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu

Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×