Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair 4. janúar 2013 11:17 Myndin hefur vakið heimsathygli. Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03
Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05
Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12