Andstæðingar Blika sakaðir um hótanir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 12:41 Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira
Forráðamenn norska félagins Hödd ber kollegum sínum hjá FK Aktobe frá Kasakstan ekki vel söguna. Aktobe og Hödd mættust í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hödd vann 1-0 sigur í heimaleiknum en Aktobe sneri við blaðinu með 2-0 sigri á heimavelli í Aktobe. Þar léku Norðmennirnir án tveggja sterkra leikmanna.Á vef Aftenposten deilir André Nevstad, yfirmaður íþróttamála hjá Hödd, sögunni sem hann segir mikilvægt að fólk fái að heyra. Þannig var að að Hödd fékk þau skilaboð frá norska knattspyrnusambandinu í aðdraganda einvígis liðanna að tveir leikmenn Aktobe frá Úsbekistan ættu í erfiðleikum með að fá vegabréfsáritun. Nokkru síðar barst símtal frá enskumælandi fulltrúa Aktobe sem spurðist fyrir um hvert vandamálið væri. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að hvorki ég né Hödd hefði vald til þess að skerast í leikinn," segir Nevstad. Í kjölfarið hafi sér verið hótað. „Ef ekki yrði greitt úr flækjunni fengi Akeem Latifu, lykilmaður Hödd, ekki að koma til Kasakstan." Nevstad segist hafa brugðist illa við og sagt að svona gengu hlutirnir ekki fyrir sig í Noregi. Í kjölfarið var lagt á. Svo fór að leikmennirnir umræddu fengu vegabréfsáritun á endanum en hún barst þó of seint til að þeir gætu spilað leikinn.NevstadMynd/Heimasíða HöddNokkrum dögum eftir fyrri leikinn, sem lauk með 1-0 sigri Hödd, bárust þau tíðindi að Latifu, Sivert Heltne Nilsen og tveir stuðningsmenn, hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Engin skýring var gefin. Það eina sem kom fram var að um lokaákvörðun væri að ræða. Auðvitað var það mikið áfall fyrir okkur," segir Nevstad. Aktobe vann sigur í síðari leiknum 2-0 og komst því áfram samanlagt 2-1. Forráðamönnum Hödd og blaðamönnum Aftenposten hefur gengið illa að fá svör frá sendiráði Kasakstan í Noregi vegna málsins. Kvörtun hefur verið send til norska knattspyrnusambandsins og Knattspyrnusambands Evrópu. Breiðablik mætir Aktobe í fyrri leik liðanna í Aktobe í dag. Allir leikmenn Blika komust áfallalaust til Kasakstan. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Svipmyndir úr síðari leik Aktobe og Hödd má sjá í spilaranum að ofan.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira
Sótti ráð í smiðju Norðmanna "Ég ræddi við þjálfara Hödd sem mætti Aktobe. Hann gaf mér nokkur góð ráð sem ég ætti að geta nýtt mér," segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. 1. ágúst 2013 09:00