Sport

Hrafnhildur slapp í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Heimasíða Sundsambands Íslands
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á HM í 50 metra laug í Barcelona.

Hrafnhildur hafnaði í 16. sæti eða því síðasta sem gefur sæti í undanúrslitum. Hrafnhildur synti á tímanum 2:28,12 mínútum sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmetinu hennar, 2:27,11 mínútur.

„Þegar maður er í 16. sæti er engin leið önnur en upp," sagði Hrafnhildur í viðtali á heimasíðu Sundsambandsins um undanúrslitasundið í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×