Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2013 13:25 mynd/vilhelm Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson. Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson.
Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira