Danska söngkonan Nanna Öland, betur þekkt sem Oh Land, vakti athygli er hún gekk í það heilaga á dögunum.
Þórhildur Þorkels deilir brúðarmyndum af söngkonunni á bloggi sínu á Trendnet.is en hún klæddist ekki bara guðdómlegum brúðarkjól heldur litaði söngkonan hárið blátt í tilefni dagsins.
"Oh Land er í miklu uppáhaldi hjá mér og eflaust mörgum ykkar líka. Hún er ekki bara brjálæðislega góð tónlistarkona heldur er hún með einstakan og mjög persónulegan stíl," segir Þórhildur á bloggi sínu.