Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi Helga Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2013 21:00 Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem. Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem.
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira