Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Trausti Hafliðason skrifar 27. febrúar 2013 15:56 Erlendur veiðimaður við Þórðarvörðuhyl í Eldvatni. Mynd / Eldvatn.is Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Í forsvari fyrir Verndarsjóðinn eru fjórir menn, það eru Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður. Eins og Veiðivísir greindi frá 29. janúar þá bárust þrjú tilboð í Eldvatn. Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna. Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum, meðal annars um ræktun árinnar og svo fram eftir götunum. Vegna þessa voru „þessar krónutölur ansi fljótandi skulum við segja," sagði Jón Sigurgrímsson, formaður Veiðifélags Eldvatns í samtali við Veiðivísi 29. janúar. Stjórn Veiðifélagsins ákvað á dögunum að taka tilboði Verndarsjóðsins eins og vefurinn Vötn og veiði greindi frá í gærkvöldi. „Þetta var ekkert auðvelt ákvörðun" segir Jón Sigurgrímsson í samtali við Veiðivísi og bætir því við að það sem hafi ráðið úrslitum með að samið hafi verið við Verndarsjóðinn hafi verið stefna hans í verndunarmálum. Á lífi í vatninu eða dauður í skottinu „Við verðum að láta fiskinn njóta vafans," segir Jón. „Hvort er hann meira virði ofan í vatninu á lífi eða dauður í skottinu á veiðibílnum? Fyrir mér er svarið einfalt. Hann er meira virði á lífi í vatninu. Sjálfur hef ég eingöngu veitt á agnhaldslausar einkrækjur í yfir tuttugu ár og ég sleppi öllu nema fiskurinn sé mjög laskaður." Jón segir að sú veiðistefna sem hafi verið við lýði, ekki bara í Eldvatni heldur víða annars staðar, sé gjaldþrota. „Núna munu veiðimenn í Eldvatni þurfa sleppa öllum sjóbirtingi, en þeir mega taka lax, bleikju og staðbundinn urriða." Þess ber að geta að í tíð Péturs Pétursson, sem var með ána á leigu síðustu ár, var mönnum gert að sleppa öllum sjóbirtingi. Veiðimenn fóru bara ekki allir eftir því. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, hefur verið veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og eingöngu á flugu. Á síðasta ári kostaði stöngin á dýrasta tíma 17.700 krónur á dag en að meðaltali kostaði dagurinn ríflega 10.000 krónur. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Veiðifélag Eldvatns hefur samið við Verndarsjóð sjóbirtingsins um leigu á Eldvatni næstu sjö árin. Samkvæmt heimildum blaðsins er leiguverðið í kringum 4 milljónir á króna á ári eða um 28 milljónir fyrir samningstímann. Í forsvari fyrir Verndarsjóðinn eru fjórir menn, það eru Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, Jón Ingvar Ragnarsson bæklunarlæknir, Guðmundur Hilmarsson flugstjóri og Þórarinn Blöndal myndlistarmaður. Eins og Veiðivísir greindi frá 29. janúar þá bárust þrjú tilboð í Eldvatn. Unubót, óstofnað veiðifélag, var með hæsta tilboðið en það hljóðaði upp á um 5 milljónir króna. Verndarsjóður sjóbirtingsins bauð um 4 milljónir króna í ána og Hreggnasi um 2 milljónir. Taka verður inn í reikninginn að tilboðin voru með ýmsum ákvæðum, meðal annars um ræktun árinnar og svo fram eftir götunum. Vegna þessa voru „þessar krónutölur ansi fljótandi skulum við segja," sagði Jón Sigurgrímsson, formaður Veiðifélags Eldvatns í samtali við Veiðivísi 29. janúar. Stjórn Veiðifélagsins ákvað á dögunum að taka tilboði Verndarsjóðsins eins og vefurinn Vötn og veiði greindi frá í gærkvöldi. „Þetta var ekkert auðvelt ákvörðun" segir Jón Sigurgrímsson í samtali við Veiðivísi og bætir því við að það sem hafi ráðið úrslitum með að samið hafi verið við Verndarsjóðinn hafi verið stefna hans í verndunarmálum. Á lífi í vatninu eða dauður í skottinu „Við verðum að láta fiskinn njóta vafans," segir Jón. „Hvort er hann meira virði ofan í vatninu á lífi eða dauður í skottinu á veiðibílnum? Fyrir mér er svarið einfalt. Hann er meira virði á lífi í vatninu. Sjálfur hef ég eingöngu veitt á agnhaldslausar einkrækjur í yfir tuttugu ár og ég sleppi öllu nema fiskurinn sé mjög laskaður." Jón segir að sú veiðistefna sem hafi verið við lýði, ekki bara í Eldvatni heldur víða annars staðar, sé gjaldþrota. „Núna munu veiðimenn í Eldvatni þurfa sleppa öllum sjóbirtingi, en þeir mega taka lax, bleikju og staðbundinn urriða." Þess ber að geta að í tíð Péturs Pétursson, sem var með ána á leigu síðustu ár, var mönnum gert að sleppa öllum sjóbirtingi. Veiðimenn fóru bara ekki allir eftir því. Í Eldvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Kirkjubæjarklaustri, hefur verið veitt á sex stangir frá 1. apríl til 10. október og eingöngu á flugu. Á síðasta ári kostaði stöngin á dýrasta tíma 17.700 krónur á dag en að meðaltali kostaði dagurinn ríflega 10.000 krónur. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði