Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2020 07:45 Vala Árnadóttir með fallegan lax úr opnun Stóru Laxár svæði 1-2 Mynd: Árni Baldursson FB Svæði eitt og tvö í Stóru Laxá í Hreppum opnuðu í gær og opnunin á þessu svæði var ekkert síðri en á svæði fjögur sem fór vel af stað. Þetta var glæsileg opnun sem er í raun ekki lokið ennþá því opnunarhollið skipað ÁrnaBaldurssyni og fjölskyldu hefur ekki lokið veiðum. Fyrstu þrjár vaktirnar hafa gefið tuttugu og fjóra laxa og mest megnið af þvi vænn og fallegur tveggja ára lax. Það virðist töluvert vera gengið í ána og það lofar góðu um framhaldið. Stóra Laxá hefur ekki oft átt svona glæsilega opnun á báðum svæðum og eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni hefur hún komið mjög sterk til baka eftir að hafa verið heldur mögur mörg árin þar á undan. Árni Baldursson hefur því gert það sem mörgum taldist vera ómögulegt, að koma Stóru Laxá aftur á þann stall þar sem hún á heima. Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði
Svæði eitt og tvö í Stóru Laxá í Hreppum opnuðu í gær og opnunin á þessu svæði var ekkert síðri en á svæði fjögur sem fór vel af stað. Þetta var glæsileg opnun sem er í raun ekki lokið ennþá því opnunarhollið skipað ÁrnaBaldurssyni og fjölskyldu hefur ekki lokið veiðum. Fyrstu þrjár vaktirnar hafa gefið tuttugu og fjóra laxa og mest megnið af þvi vænn og fallegur tveggja ára lax. Það virðist töluvert vera gengið í ána og það lofar góðu um framhaldið. Stóra Laxá hefur ekki oft átt svona glæsilega opnun á báðum svæðum og eftir að veitt og sleppt var tekið upp í ánni hefur hún komið mjög sterk til baka eftir að hafa verið heldur mögur mörg árin þar á undan. Árni Baldursson hefur því gert það sem mörgum taldist vera ómögulegt, að koma Stóru Laxá aftur á þann stall þar sem hún á heima.
Stangveiði Mest lesið Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Stórir urriðar að koma á land í Þingvallavatni Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði