Fótbolti

Faðir landsliðsmanns fékk hjartaáfall á Laugardalsvellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Faðir Ara Freys Skúlasonar, leikmanns GIF Sundsvall í Svíþjóð og íslenska landsliðsins, fékk hjartaáfall er hann var staddur á leik Fram og KR í Pepsi-deild karla í gær.

Læknir KR-liðsins var kallaður til á Laugardalsvellinum til að koma honum til aðstoðar. Faðir Ara Freys var svo fluttur á sjúkrahús þar sem gekkst undir aðgerð en líðan hans í dag er eftir atvikum góð samkvæmt upplýsingum Vísis.

Ari Freyr kom á framfæri þökkum til þeirra sem komu föður hans til aðstoðar.

„Eg vil þakka öllum sem hjálpuðu pabba mínum á KR vellinum [Laugardalsvellinum, innsk. blm] í gær þegar hann fékk hjartaáfall! Hann væri ekki lifandi i dag án ykkar hjálpar," skrifaði Ari Freyr á Twitter-síðuna sína í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×