23 ára með eigin skartgripalínu 12. janúar 2013 09:15 Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR. Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Rut Karlsdóttir, 23 ára, útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009. Tveimur árum seinna fluttist Rut til Barcelona og kláraði þar fyrsta árið í fatahönnun í IED Barcelona. Eftir heimkomuna frá Barcelona fór hún að fikta við að hanna hálsmenalínu sem naut strax mikilla vinsælda hjá bæði kvenkyns -og karlkyns vinum Rutar, fleiri aðdáendur bættust síðan í hópinn og hefur hún því ákveðið að halda áfram að hanna og breikka hálsmenalínu sína Rut Karls Jewelry.Þú ert flutt heim, var ævintýrið búið? Ég kom heim reynslunni ríkari en skólinn heillaði mig ekki til þess að halda þar áfram. Barcelona á hins vegar hjarta mitt og dreymir mig um að flytja þangað aftur. Menningin, fólkið og borgin sjálf á mjög vel við mig. Ég vinn núna í móttökunni á Hótel Reykjavík en ég ætla mér í nám aftur næsta haust, ég er að skoða skóla bæði hérna heima og erlendis.Í lokaverkefninu mínu úti lærði ég mikið um það að endurtúlka og að koma hugmyndaflæðinu af stað. Þetta var langt verkefni sem við vorum að vinna í hálft ár. Við fórum á listasafnið Macba og völdum okkur verk á sýningunni sem var í gangi þar og unnum okkar eigin hugmyndir út frá verkinu. Hugmyndin sem ég vann út frá var geimurinn og þá einna helst geimþoka og svarthol. Ég var mikið í því að lita og breyta efnum í samræmi við það og notaði leður á móti. Þetta var mjög skemmtilegt og það var skemmtilegt að sjá hvað allir í bekknum voru að gera ólíka hluti. Sjá meira á Tiska.is.Lesa viðtalið í heild sinni við Rut HÉR.
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira