Þakklát fyrir að vera leikkona 12. janúar 2013 06:00 Ilmur Kristjánsdóttir. Ilmur Kristjánsdóttir hljómar ánægð en óvenju lágróma í símanum. Það er fyrsti tökudagur á sjónvarpsseríu númer tvö um Ástríði, skrifstofukonu sem hún túlkar, og þetta stutta viðtal er tekið með nokkrum hléum þegar hún er kölluð "á sett“. Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi:Ilmur, er gaman að rifja upp kynnin af Ástríði? „Já, það er mikil gleði hér á tökustað og allir spenntir."Þér hefur auðvitað fundist Ástríður eiga framhaldslíf skilið. „Algerlega. Við vorum fjögur sem skrifuðum handritið saman, Sigurjón Kjartansson, María Reyndal, Hannes Pálsson og ég. Silja Hauks leikstýrir núna eins og síðast og Björn Hlynur bætist við leikarahópinn. Hans persóna spilar stóran þátt í lífi okkar Bjarna sem Kjartan Guðjónsson leikur. (Hvíslar: Á ég að þegja? Nei, ókei.) Aðeins hærra: Ég er aðeins of nálægt upptökuvélunum."Ástríður orðin yfirmaðurGerist serían á sama stað og sú fyrri? „Nei, það hafa orðið breytingar. Fyrri serían gerðist í banka. Óskilgreindum banka. Hann er auðvitað farinn á hausinn þannig að fólkið sem þar vann er núna að vinna fyrir skilanefnd. Ástríður er orðin yfirmaður þannig að hún er orðin aðeins fínni með sig en í fyrri seríunni."Hvað geturðu sagt mér um einkalífið hjá Ástríði? „Þar er fullt í gangi, að sjálfsögðu. Ég ætla ekki að segja þér hvernig það endar en það byrjar að minnsta kosti ekki vel."Verða þetta margir þættir? „Þetta eru tíu þættir og sýningar byrja með vorinu, jafnvel í mars. En serían er búin að vera í þróun lengi. Við tókum okkur góðan tíma í að skrifa og raða handritinu saman."Fréttablaðið/StefánAllt í blandErtu í fleiri leiklistarverkefnum núna? „Nei, ég tók mér frí í leikhúsunum í vetur en var að leika í bíómynd hjá Ágústi Guðmundssyni fyrir jól, Ófeigur gengur aftur, sem verður frumsýnd í bíóhúsum um páskana. Það er draugagrínmynd, við Gísli Örn leikum þar par og Laddi leikur pabba minn. Ég er sem sagt bara að sinna sjónvarps-og kvikmyndaleik núna. Svo er framtíðin óskrifað blað og ég kann því mjög vel." Hvort fellur þér betur að vinna á sviði eða í kvikmyndum? „Ég vil hafa þetta allt í bland." Ljósmyndarinn komst að því að Ástríður er með eigin skrifstofu í nýju seríunni. Spurð hvort henni finnist það svo heillandi vinnuumhverfi að hún gæti lagt leiklist á hilluna fyrir skrifstofustörf svarar Ilmur: „Nja, ég er bara þakklát fyrir að vera leikkona, fá að vera viss týpa í stutta stund og geta síðan svissað yfir í eitthvað annað. Þannig fæ ég smjörþefinn af mörgu. Ég er svo mikill sveimhugi að mér hentar mjög vel að vera í þessu starfi." Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Ilmur Kristjánsdóttir hljómar ánægð en óvenju lágróma í símanum. Það er fyrsti tökudagur á sjónvarpsseríu númer tvö um Ástríði, skrifstofukonu sem hún túlkar, og þetta stutta viðtal er tekið með nokkrum hléum þegar hún er kölluð "á sett“. Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi:Ilmur, er gaman að rifja upp kynnin af Ástríði? „Já, það er mikil gleði hér á tökustað og allir spenntir."Þér hefur auðvitað fundist Ástríður eiga framhaldslíf skilið. „Algerlega. Við vorum fjögur sem skrifuðum handritið saman, Sigurjón Kjartansson, María Reyndal, Hannes Pálsson og ég. Silja Hauks leikstýrir núna eins og síðast og Björn Hlynur bætist við leikarahópinn. Hans persóna spilar stóran þátt í lífi okkar Bjarna sem Kjartan Guðjónsson leikur. (Hvíslar: Á ég að þegja? Nei, ókei.) Aðeins hærra: Ég er aðeins of nálægt upptökuvélunum."Ástríður orðin yfirmaðurGerist serían á sama stað og sú fyrri? „Nei, það hafa orðið breytingar. Fyrri serían gerðist í banka. Óskilgreindum banka. Hann er auðvitað farinn á hausinn þannig að fólkið sem þar vann er núna að vinna fyrir skilanefnd. Ástríður er orðin yfirmaður þannig að hún er orðin aðeins fínni með sig en í fyrri seríunni."Hvað geturðu sagt mér um einkalífið hjá Ástríði? „Þar er fullt í gangi, að sjálfsögðu. Ég ætla ekki að segja þér hvernig það endar en það byrjar að minnsta kosti ekki vel."Verða þetta margir þættir? „Þetta eru tíu þættir og sýningar byrja með vorinu, jafnvel í mars. En serían er búin að vera í þróun lengi. Við tókum okkur góðan tíma í að skrifa og raða handritinu saman."Fréttablaðið/StefánAllt í blandErtu í fleiri leiklistarverkefnum núna? „Nei, ég tók mér frí í leikhúsunum í vetur en var að leika í bíómynd hjá Ágústi Guðmundssyni fyrir jól, Ófeigur gengur aftur, sem verður frumsýnd í bíóhúsum um páskana. Það er draugagrínmynd, við Gísli Örn leikum þar par og Laddi leikur pabba minn. Ég er sem sagt bara að sinna sjónvarps-og kvikmyndaleik núna. Svo er framtíðin óskrifað blað og ég kann því mjög vel." Hvort fellur þér betur að vinna á sviði eða í kvikmyndum? „Ég vil hafa þetta allt í bland." Ljósmyndarinn komst að því að Ástríður er með eigin skrifstofu í nýju seríunni. Spurð hvort henni finnist það svo heillandi vinnuumhverfi að hún gæti lagt leiklist á hilluna fyrir skrifstofustörf svarar Ilmur: „Nja, ég er bara þakklát fyrir að vera leikkona, fá að vera viss týpa í stutta stund og geta síðan svissað yfir í eitthvað annað. Þannig fæ ég smjörþefinn af mörgu. Ég er svo mikill sveimhugi að mér hentar mjög vel að vera í þessu starfi."
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira