Innlent

Dularfulli geimfarinn mættur á Facebook

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Geimfarinn dularfulli vakti mikla lukku í miðbæ Reykjavíkur í gær.
Geimfarinn dularfulli vakti mikla lukku í miðbæ Reykjavíkur í gær. Mynd/Facebooksíða Arcitic Iceland
Dularfulli geimarinn sem veifaði fána samkynhneigðra og vakti mikla athygli í miðbæ Reykjavíkur í gær er kominn á Facebook. Raunar stofnaði hann Facebook síðu 1. maí 2011 undir nafninu Arcitic Iceland en var sérstaklega virkur þar í gær.

Kappinn var ansi ánægður með að hafa komist í fjölmiðla, en hann deildi frétt Vísis um mótmælin við Rússneska sendiráðið þar sem hann fór fremstur í flokki. „Look who made the news today,“ skrifaði hann við myndina.

Í gærkvöldi deildi hann svo nokkrum myndum af sér á hinum ýmsu stöðum í Reykjavík, uppi á Perlunni, við Ráðhúsið og Hallgrímskirkju. Þá tyllti hann sér niður á Lækartorgi og fyrir utan Hemma og Valda. 

Glæsilegur við Ráðhús Reykjavíkur. Ætli þetta sé Jón Gnarr?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×