Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin Jón Steinsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar