Nýi landsliðsþjálfari Króata elskaður og dáður í heimalandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 08:00 Niko Kovac, fyrir miðju, ásamt Lars Lagerbäck og Didier Deschamps, þjálfara Frakka, við dráttinn í umspilið á mánudaginn. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“ Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira