Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-64 | Valur sigldi fram úr í fjórða leikhluta Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafonehöllinni skrifar 24. nóvember 2013 12:14 mynd/valli Valur vann Grindavík í Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en ótrúleg hitni Vals um miðbik fjórða leikhluta skildi á milli þegar yfir lauk. Grindavík var einu stigi yfir í hálfleik 34-33. Það var hart barist strax í upphafi og varnir liðanna í aðalhlutverki. Aðeins 29 stig voru skoruð í fyrsta leikhluta en Valur var yfir að honum loknum 16-13. Jafnt var á öllum tölum en Grindavík náði þó mest sex stiga forystu í öðrum leikhluta 30-24. Það forskot dugði þó ekki lengi því Valur minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik 34-33. Grindavík náði frumkvæðinu í þriðja leikhluta og náði mest sjö stiga forystu 53-46 en Valur náði að jafna leikinn fyrir fjórða leikhluta með sjö síðustu stigum þriðja leikhluta. Frábær vörn liðsins auk þess sem Þórunn Bjarnadóttir var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna skilaði því að Valur jafnaði og allt var í járnum fyrir síðasta fjórðunginn. Valur hóf fjórða leikhluta af krafti og komst fimm stigum yfir 58-53 en þá hafði liðið skorað 12 stig í röð. Valur náði ellefu stiga forskoti þegar rúmar tvær mínútur voru eftir 71-60 þegar Unnur Lára Ásgeirsdóttir hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð og Hallveig Jónsdóttir einu til viðbótar og reyndist það of stór biti fyrir lið Grindavíkur sem saknaði Pálínu Gunnlaugsdóttur sem er meidd.Valur-Grindavík 73-64 (16-13, 17-21, 20-19, 20-11)Valur: Þórunn Bjarnadóttir 23/4 fráköst, Jaleesa Butler 20/7 fráköst/3 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/6 fráköst/10 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0.Grindavík: Lauren Oosdyke 20/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 7/9 fráköst/6 stoðsendingar, Marín Rós Karlsdóttir 1/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/4 fráköst, Hrund Skuladóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0. Ágúst: Misstum ekki trúna„Við fengum mjög mikið af opnum skotum í þessum leik og hittnin var ekkert frábær framan af en hún var frábær í lokin,“ sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals. Mér finnst vert að hrósa Grindavík fyrir mjög góðan leik. Þær mættu dýrvitlausar í þennan leik og tilbúnir að leggja sig allar fram án síns besta leikmanns með fullri virðingu fyrir öllum hinum leikmönnunum í liðinu. „Ég er mjög ánægður með mínar stelpur. Þær fá töluverða mótspyrnu í leiknum og halda einbeitingu. Þær fá mikið af opnum skotum og eru að setja þau niður í lokin. Þær héldu áfram að skjóta og missa ekki trúna. „Við spilum allar 40 mínúturnar alveg á fullu. Það er ekki hægt fara fram á að hitta úr öllum skotum, þó þau séu opin en það er hægt að fara fram á að allir leggi sig fram og það voru þær að gera,“ sagði Ágúst sem varð fyrir áfalli í leiknum þegar Guðbjörg Sverrisdóttir fer útaf vegna meiðsla í baki. „Hún læstist eitthvað í bakinu og vonandi nær hún sér sem fyrst, það er leikur strax á miðvikudaginn og bikarleikur næstu helgi. Við megum ekki við því að missa hana.“ Jón Halldór: Stoltur af liðinu„Þær eru ótrúlega duglegar og þjöppuðu sér heldur betur saman. Það er fullt af flottum stelpum í liðinu og þær börðumst allan leikinn. Það vantaði herslumuninn upp á að klára þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindavíkur. „Þær settu einhverja fjóra þrista í fjórða leikhluta sem voru mjög stórir fyrir þær. Fram að því voru þær ekki búnar að hitta neitt fyrir utan Þórunni. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Hún var frábær í dag og það er mjög gaman að sjá eldri leikmenn koma til baka. Hún hefur átt í vandræðum en er greinilega komin í gírinn aftur. „Okkur vantaði smávegis í sókninni. Ef við hefðum skorað eina stóra körfu þegar þær voru komnar fjórum stigum yfir eða sett niður þrist þá veit ég ekki hvernig þetta hefði farið, það vantaði smá í restina. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum og ef þær halda svona áfram þá kvíði ég ekki framhaldinu,“ sagði Jón Halldór sem saknaði síns besta leikmanns í kvöld. „Pálína bíður eftir að komast til læknis sem verður á miðvikudaginn. Við vitum ekkert með þessi meiðsli. Eins og staðan er núna er hún meidd og verður ekki með enn um sinn. Við sjáum bara hvað setur og ef við náum að halda áfram að vinna eins og við gerum þá verður Pálína bara viðbót við liðið þegar hún kemur til baka. „Við erum að berjast við að komast í úrslitakeppnina en það má ekki gleyma því að Grindavík var í 2. deild fyrir 2 árum og rétt bjargaði sér frá falli í fyrra. Við erum í fjórða sæti eins og staðan er núna og árangurinn er ekki slæmur en auðvitað viljum við alltaf meira,“ sagði Jón Halldór. Leik lokið (73-64): Hittni Vals skildi á milli í lokin39. mínúta (71-64): Þetta er ekki nema sjö stig, þau geta verið fljót að fara.38. mínúta (71-60): Hallveig nú með þrist fyrir Val, þetta kallast að skjóta sig til sigurs.37. mínúta (68-60): Unnur Lára aftur með þrist!36. mínúta (65-59): Unnur Lára Ásgeirsdóttir með stóran þrist. Nú þarf Grindavík að skora og fara að fá stopp í vörninni.35. mínúta (62-59): Butler er komin með 18 stig fyrir Val og Þórunn er í 23 stigum. Oosdyke og Ingibjörg eru enn með 19 hvor fyrir Grindavík.34. mínúta (58-57): Grindavík fékk sókn til að komast yfir en það tókst ekki að þessu sinni.33. mínúta (58-55): Sóknirnar eru teknar að lengjast.32. mínúta (58-53): Þórunn enn og aftur með þrist. Hún er komin með sex slíka.31. mínúta (55-53): Butler komin upp í 14 stig og heldur farin að hressast þó hún hafi oft leikið betur.3. leikhluta lokið (53-53): Þórunn enn og aftur skilin galopin fyrir utan þriggja stiga línuna og auðvitað hittir hún. Stigahæst á vellinum með 20 stig.29. mínúta (50-53): Butler með tvö sniðskot í röð eftir góðar sóknir hjá Val og þetta orðið einnar sóknar leikur á ný.28. mínúta (46-53): Innkast hjá Val hittir engan og Ingibjörg áttar sig fyrst og brunar upp. Komin með 19 stig líkt og Oosdyke.27. mínúta (44-49): Guðbjörg Sverrisdóttir fær tak í mjóbakið og þarf að koma útaf. Slæm tíðindi fyrir Val.26. mínúta (42-46): Ingibjörg komin með 17 stig fyrir Grindavík.25. mínúta (42-41): Þórunn er komin með 17 stig.24. mínúta (39-39): Enn hittir Þórunn.23. mínúta (35-39): Ingibjörg labbaði framhjá Butler sem virðist einkar áhugalaus.22. mínúta (35-34): Jaleesa Butler búin að tvöfalda stigaskor sitt frá því í fyrri hálfleik, hún er komin með 4 stig.Hálfleikur: Þórunn Bjarnadóttir skoraði 12 stig fyrir Val í fyrri hálfleik. Kristrún Sigurjónsdóttir 6 og Guðbjörg Sverrisdóttir tók 4 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og skoraði 2 stig í hálfleiknum.Hálfleikur: Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 12 stig fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og Lauren Oosdyke 11 auk þess að taka 6 fráköst. María Ben Erlingsdóttir skoraði 5 stig.Hálfleikur (33-34): Þórunn Bjarnadóttir með þrist til að loka fyrri hálfleik.19. mínúta (30-32): Munurinn aftur kominn niður í tvö stig.18. mínúta (27-31): Þórunn Bjarnadóttir með þrist fyrir Val, hún er komin með 8 stig.17. mínúta (24-30): Glæsilegur sprettur hjá Grindavík og Ágúst þjálfari Vals tekur leikhlé.16. mínúta (24-25): Liðin skiptast á körfum en þurfa að hafa verulega fyrir þeim. Varnarleikurinn er í aðalhlutverki.13. mínúta (20-21): Ingibjörg heldur áfram að hitta, kominn með 9 stig eftir góðan þrist.12. mínúta (18-18): Það er enn jafnræði með liðunum og hvorugu liði hefur tekist að ná einhverju forskoti.1. leikhluta lokið (16-13): Ragnheiður Benonýsdóttir með körfu í lok leikhlutans. Það er hart barist hér og augljóst að liðin eru meðvituð um mikilvægi leiksins.8. mínúta (14-11): Ingibjörg setur annað vítið niður.7. mínúta (14-10): Guðbjörg Sverrisdóttir að fara á kostum hérna, spilar frábæra vörn og er komin með 3 fráköst og 3 stoðsendingar.6. mínúta (12-10): Liðin skiptast á forystunni, ekki hægt að biðja um það betra.5. mínúta (9-10): Oosdyke komin með 5 stig líkt og Ingibjörg. Aðrar ekki skorað fyrir Grindavík.4. mínúta (7-7): Kristrún setur tvö víti niður og jafnar leikinn.3. mínúta (5-7): Grindavík byrjar leikinn mjög ákveðið.2. mínúta (3-3): Ragna Margrét Brynjarsdóttir svarar með þremur stigum, einu þeirra af vítalínunni.1. mínúta (0-3): Ingibjörg Jakobsdóttir byrjar leikinn með þrist.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin en það eru aðeins 16 áhorfendur komnir í salinn.Fyrir leik: Það munar miklu um að Pálína Gunnlaugsdóttir leiki ekki með Grindavík. Pálína hefur skorað 17,4 stig að meðaltali, tekið 9,1 frákast og gefið 4,3 stoðsendingar. Munar ekki síst um fráköstin og baráttuna því Valsliðið er mjög hávaxið.Fyrir leik: Grindavík vann öruggan sigur þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni, 79-66.Fyrir leik: Valur vann topplið Keflavíkur 76-73 í síðustu umferð, á sama tíma og Grindavík tapaði fyrir Haukum 86-68.Fyrir leik: Þetta er sannkallaður fjögurra stiga leikur. Grindavík getur skilið Val fjórum stigum frá sér í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en með sigri getur Valur náð Grindavík að stigum og galopnað baráttuna um fjórða sætið.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Vals og Grindavíkur lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Valur vann Grindavík í Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en ótrúleg hitni Vals um miðbik fjórða leikhluta skildi á milli þegar yfir lauk. Grindavík var einu stigi yfir í hálfleik 34-33. Það var hart barist strax í upphafi og varnir liðanna í aðalhlutverki. Aðeins 29 stig voru skoruð í fyrsta leikhluta en Valur var yfir að honum loknum 16-13. Jafnt var á öllum tölum en Grindavík náði þó mest sex stiga forystu í öðrum leikhluta 30-24. Það forskot dugði þó ekki lengi því Valur minnkaði muninn í eitt stig fyrir hálfleik 34-33. Grindavík náði frumkvæðinu í þriðja leikhluta og náði mest sjö stiga forystu 53-46 en Valur náði að jafna leikinn fyrir fjórða leikhluta með sjö síðustu stigum þriðja leikhluta. Frábær vörn liðsins auk þess sem Þórunn Bjarnadóttir var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna skilaði því að Valur jafnaði og allt var í járnum fyrir síðasta fjórðunginn. Valur hóf fjórða leikhluta af krafti og komst fimm stigum yfir 58-53 en þá hafði liðið skorað 12 stig í röð. Valur náði ellefu stiga forskoti þegar rúmar tvær mínútur voru eftir 71-60 þegar Unnur Lára Ásgeirsdóttir hitti úr tveimur þriggja stiga skotum í röð og Hallveig Jónsdóttir einu til viðbótar og reyndist það of stór biti fyrir lið Grindavíkur sem saknaði Pálínu Gunnlaugsdóttur sem er meidd.Valur-Grindavík 73-64 (16-13, 17-21, 20-19, 20-11)Valur: Þórunn Bjarnadóttir 23/4 fráköst, Jaleesa Butler 20/7 fráköst/3 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/6 fráköst/10 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 3, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 2/4 fráköst, Rut Herner Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0.Grindavík: Lauren Oosdyke 20/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 7/9 fráköst/6 stoðsendingar, Marín Rós Karlsdóttir 1/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/4 fráköst, Hrund Skuladóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0. Ágúst: Misstum ekki trúna„Við fengum mjög mikið af opnum skotum í þessum leik og hittnin var ekkert frábær framan af en hún var frábær í lokin,“ sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals. Mér finnst vert að hrósa Grindavík fyrir mjög góðan leik. Þær mættu dýrvitlausar í þennan leik og tilbúnir að leggja sig allar fram án síns besta leikmanns með fullri virðingu fyrir öllum hinum leikmönnunum í liðinu. „Ég er mjög ánægður með mínar stelpur. Þær fá töluverða mótspyrnu í leiknum og halda einbeitingu. Þær fá mikið af opnum skotum og eru að setja þau niður í lokin. Þær héldu áfram að skjóta og missa ekki trúna. „Við spilum allar 40 mínúturnar alveg á fullu. Það er ekki hægt fara fram á að hitta úr öllum skotum, þó þau séu opin en það er hægt að fara fram á að allir leggi sig fram og það voru þær að gera,“ sagði Ágúst sem varð fyrir áfalli í leiknum þegar Guðbjörg Sverrisdóttir fer útaf vegna meiðsla í baki. „Hún læstist eitthvað í bakinu og vonandi nær hún sér sem fyrst, það er leikur strax á miðvikudaginn og bikarleikur næstu helgi. Við megum ekki við því að missa hana.“ Jón Halldór: Stoltur af liðinu„Þær eru ótrúlega duglegar og þjöppuðu sér heldur betur saman. Það er fullt af flottum stelpum í liðinu og þær börðumst allan leikinn. Það vantaði herslumuninn upp á að klára þetta,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindavíkur. „Þær settu einhverja fjóra þrista í fjórða leikhluta sem voru mjög stórir fyrir þær. Fram að því voru þær ekki búnar að hitta neitt fyrir utan Þórunni. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Hún var frábær í dag og það er mjög gaman að sjá eldri leikmenn koma til baka. Hún hefur átt í vandræðum en er greinilega komin í gírinn aftur. „Okkur vantaði smávegis í sókninni. Ef við hefðum skorað eina stóra körfu þegar þær voru komnar fjórum stigum yfir eða sett niður þrist þá veit ég ekki hvernig þetta hefði farið, það vantaði smá í restina. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum og ef þær halda svona áfram þá kvíði ég ekki framhaldinu,“ sagði Jón Halldór sem saknaði síns besta leikmanns í kvöld. „Pálína bíður eftir að komast til læknis sem verður á miðvikudaginn. Við vitum ekkert með þessi meiðsli. Eins og staðan er núna er hún meidd og verður ekki með enn um sinn. Við sjáum bara hvað setur og ef við náum að halda áfram að vinna eins og við gerum þá verður Pálína bara viðbót við liðið þegar hún kemur til baka. „Við erum að berjast við að komast í úrslitakeppnina en það má ekki gleyma því að Grindavík var í 2. deild fyrir 2 árum og rétt bjargaði sér frá falli í fyrra. Við erum í fjórða sæti eins og staðan er núna og árangurinn er ekki slæmur en auðvitað viljum við alltaf meira,“ sagði Jón Halldór. Leik lokið (73-64): Hittni Vals skildi á milli í lokin39. mínúta (71-64): Þetta er ekki nema sjö stig, þau geta verið fljót að fara.38. mínúta (71-60): Hallveig nú með þrist fyrir Val, þetta kallast að skjóta sig til sigurs.37. mínúta (68-60): Unnur Lára aftur með þrist!36. mínúta (65-59): Unnur Lára Ásgeirsdóttir með stóran þrist. Nú þarf Grindavík að skora og fara að fá stopp í vörninni.35. mínúta (62-59): Butler er komin með 18 stig fyrir Val og Þórunn er í 23 stigum. Oosdyke og Ingibjörg eru enn með 19 hvor fyrir Grindavík.34. mínúta (58-57): Grindavík fékk sókn til að komast yfir en það tókst ekki að þessu sinni.33. mínúta (58-55): Sóknirnar eru teknar að lengjast.32. mínúta (58-53): Þórunn enn og aftur með þrist. Hún er komin með sex slíka.31. mínúta (55-53): Butler komin upp í 14 stig og heldur farin að hressast þó hún hafi oft leikið betur.3. leikhluta lokið (53-53): Þórunn enn og aftur skilin galopin fyrir utan þriggja stiga línuna og auðvitað hittir hún. Stigahæst á vellinum með 20 stig.29. mínúta (50-53): Butler með tvö sniðskot í röð eftir góðar sóknir hjá Val og þetta orðið einnar sóknar leikur á ný.28. mínúta (46-53): Innkast hjá Val hittir engan og Ingibjörg áttar sig fyrst og brunar upp. Komin með 19 stig líkt og Oosdyke.27. mínúta (44-49): Guðbjörg Sverrisdóttir fær tak í mjóbakið og þarf að koma útaf. Slæm tíðindi fyrir Val.26. mínúta (42-46): Ingibjörg komin með 17 stig fyrir Grindavík.25. mínúta (42-41): Þórunn er komin með 17 stig.24. mínúta (39-39): Enn hittir Þórunn.23. mínúta (35-39): Ingibjörg labbaði framhjá Butler sem virðist einkar áhugalaus.22. mínúta (35-34): Jaleesa Butler búin að tvöfalda stigaskor sitt frá því í fyrri hálfleik, hún er komin með 4 stig.Hálfleikur: Þórunn Bjarnadóttir skoraði 12 stig fyrir Val í fyrri hálfleik. Kristrún Sigurjónsdóttir 6 og Guðbjörg Sverrisdóttir tók 4 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og skoraði 2 stig í hálfleiknum.Hálfleikur: Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 12 stig fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og Lauren Oosdyke 11 auk þess að taka 6 fráköst. María Ben Erlingsdóttir skoraði 5 stig.Hálfleikur (33-34): Þórunn Bjarnadóttir með þrist til að loka fyrri hálfleik.19. mínúta (30-32): Munurinn aftur kominn niður í tvö stig.18. mínúta (27-31): Þórunn Bjarnadóttir með þrist fyrir Val, hún er komin með 8 stig.17. mínúta (24-30): Glæsilegur sprettur hjá Grindavík og Ágúst þjálfari Vals tekur leikhlé.16. mínúta (24-25): Liðin skiptast á körfum en þurfa að hafa verulega fyrir þeim. Varnarleikurinn er í aðalhlutverki.13. mínúta (20-21): Ingibjörg heldur áfram að hitta, kominn með 9 stig eftir góðan þrist.12. mínúta (18-18): Það er enn jafnræði með liðunum og hvorugu liði hefur tekist að ná einhverju forskoti.1. leikhluta lokið (16-13): Ragnheiður Benonýsdóttir með körfu í lok leikhlutans. Það er hart barist hér og augljóst að liðin eru meðvituð um mikilvægi leiksins.8. mínúta (14-11): Ingibjörg setur annað vítið niður.7. mínúta (14-10): Guðbjörg Sverrisdóttir að fara á kostum hérna, spilar frábæra vörn og er komin með 3 fráköst og 3 stoðsendingar.6. mínúta (12-10): Liðin skiptast á forystunni, ekki hægt að biðja um það betra.5. mínúta (9-10): Oosdyke komin með 5 stig líkt og Ingibjörg. Aðrar ekki skorað fyrir Grindavík.4. mínúta (7-7): Kristrún setur tvö víti niður og jafnar leikinn.3. mínúta (5-7): Grindavík byrjar leikinn mjög ákveðið.2. mínúta (3-3): Ragna Margrét Brynjarsdóttir svarar með þremur stigum, einu þeirra af vítalínunni.1. mínúta (0-3): Ingibjörg Jakobsdóttir byrjar leikinn með þrist.Fyrir leik: Það er verið að kynna liðin en það eru aðeins 16 áhorfendur komnir í salinn.Fyrir leik: Það munar miklu um að Pálína Gunnlaugsdóttir leiki ekki með Grindavík. Pálína hefur skorað 17,4 stig að meðaltali, tekið 9,1 frákast og gefið 4,3 stoðsendingar. Munar ekki síst um fráköstin og baráttuna því Valsliðið er mjög hávaxið.Fyrir leik: Grindavík vann öruggan sigur þegar liðin mættust í fyrstu umferðinni, 79-66.Fyrir leik: Valur vann topplið Keflavíkur 76-73 í síðustu umferð, á sama tíma og Grindavík tapaði fyrir Haukum 86-68.Fyrir leik: Þetta er sannkallaður fjögurra stiga leikur. Grindavík getur skilið Val fjórum stigum frá sér í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en með sigri getur Valur náð Grindavík að stigum og galopnað baráttuna um fjórða sætið.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Vals og Grindavíkur lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum