Ragnhildur sýndi hönnun sína á sýningunni Handverk og hönnun fyrir skömmu. Þetta var í fyrsta sinn sem hún tók þátt í sýningunni en hún segist hafa fengið ótrúlegan meðbyr.
Það er langt síðan Ragnhildur Sif byrjaði að starfa við skartgripahönnun en gull- og silfur smíði hefur verið í fjölskyldunni í margar kynslóðir
„Það hefur þó alltaf blundað í mér að byrja með mitt eigið og því ákvað ég að flytja út til Bretlands og læra skartgripahönnun.“
Ragnhildur Sif kláraði mastersgráðu í faginu og hannar undir nafninu Sif skartgripir.
„Ég smíða allt sjálf en fljótlega þarf ég að fá hjálp við vinnuferlið því það er rosalega mikið föndur í kringum þetta.“
Sif skartgripir fást meðal annars í Kraum, Ernu Skipholti 3, Rhodium Kringlunni og Hilton Reykjavík Nordica.



