Bono eyðir áramótunum á Íslandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. desember 2013 16:26 Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira
Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann
Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Sjá meira