„Ég kastaði upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. desember 2013 08:00 Margrét Gunnarsdóttir. mynd / aðsend Margrét Gunnarsdóttir, nemi, er allt annað en sátt við upplifun sína er hún vann í kjúklingaeldi hér á landi. Fréttastofa Vísis hefur undir höndunum bréf frá Margréti þar sem hún lýsir, að hennar sögn, ólýsanlegri grimmd í íslenskum verksmiðjubúskapi. „Síðasta vetur vann ég eitt kvöld í kjúklingaeldi við að raða kjúklingum í sláturkassa. Því kvöldi mun ég aldrei gleyma. Umrætt kvöld mættum við sem fengin vorum í verkið inn í gluggalausa skemmu þar sem voru ekki nema um 7000 kjúklingar, enda var búið að taka helminginn á sláturbílinn kvöldið áður,“ segir Margrét í bréfinu. „Það fyrsta sem ég sá í skemmunni var hrúga af dauðum fuglum úti í horni á sama svæði og lifandi fuglarnir höfðust við. Lyktin sem tók á móti okkur þegar við komum inn í skemmuna var það sterk að mig sveið í hálsinn. Eftir um hálftíma inni í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammoníakið var svo sterkt. Ammoníak er ekki bara vond lykt. Í miklum styrkleika er þetta efnið eitrað og mjög ætandi fyrir öndunarveg og augu manna og dýra.“ „Við byrjuðum á því að reka fuglana út í enda hússins, þeim fuglum sem ekki gátu gengið sjálfir eða voru of hægir var sparkað harkalega áfram. Þegar fuglunum hafði verið þjappað saman í annan endann lágu eftir nokkrir dauðir og deyjandi fuglar sem höfðu troðist ofan í skítinn í fuglamergðinni. Næst var lyftara með plastkössum ekið inn í skemmuna og mennirnir sem unnu þarna með mér köstuðu kössunum fyrir framan fuglana. Það kom fyrir að kassarnir lentu á fuglunum svo þeir drápust eða meiddust.“ „Starfið fólst í því að troða ellefu fuglum saman ofan í hvern kassa, ég var sennilega ekki besti starfsmaðurinn þar sem ég tók bara einn fugl í einu og setti varlega ofan í kassa. Aðrir vanari starfsmenn gripu í fætur fuglanna og grýttu þeim mörgum saman inn um þröngt opið á kössunum án þess að gæta að því hvort vængir eða fætur færu óskaddaðir með. Þannig náðu þeir allt að fjórum fuglum með hvorri hendi í hvert sinn. Þetta starf var launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr.“ „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér. Hann hafði klemmst í renniloku sem var ofan á kassanum þegar einhver reyndari starfsmaður tróð ofan í kassann án þess að gæta að því hvernig fuglarnir lentu. Annar starfsmaður tók svo kassann og setti hann í staflann á lyftaranum. Ofan á þann kassa kom annar kassi með ellefu kjúklingum í, ofan á hann nokkrir í viðbót. Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun.“ „Kjúklingur og svínakjöt sem fæst í matvöruverslunum hér á landi er í öllum tilfellum framleitt í verksmiðjum þar sem dýrin koma í þennan heim til þess eins að þjást við hörmulegar aðstæður allt sitt líf. Þetta er ekki betra hér á landi en annarsstaðar. Ég neita að trúa því að fólk vilji styðja við svona framleiðsluhætti og það er hægt að hafa áhrif með því að sniðganga þessar vörur eða minnka kaup á þeim verulega.“ Hér að neðan má sjá myndband frá Animals Australia og að sögn Margrétar er farið alveg eins með dýrin hér á landi. What is factory farming? MEAT CHICKENS from Animals Australia on Vimeo. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Margrét Gunnarsdóttir, nemi, er allt annað en sátt við upplifun sína er hún vann í kjúklingaeldi hér á landi. Fréttastofa Vísis hefur undir höndunum bréf frá Margréti þar sem hún lýsir, að hennar sögn, ólýsanlegri grimmd í íslenskum verksmiðjubúskapi. „Síðasta vetur vann ég eitt kvöld í kjúklingaeldi við að raða kjúklingum í sláturkassa. Því kvöldi mun ég aldrei gleyma. Umrætt kvöld mættum við sem fengin vorum í verkið inn í gluggalausa skemmu þar sem voru ekki nema um 7000 kjúklingar, enda var búið að taka helminginn á sláturbílinn kvöldið áður,“ segir Margrét í bréfinu. „Það fyrsta sem ég sá í skemmunni var hrúga af dauðum fuglum úti í horni á sama svæði og lifandi fuglarnir höfðust við. Lyktin sem tók á móti okkur þegar við komum inn í skemmuna var það sterk að mig sveið í hálsinn. Eftir um hálftíma inni í skemmunni þurfti ég að fara út til að kasta upp því ammoníakið var svo sterkt. Ammoníak er ekki bara vond lykt. Í miklum styrkleika er þetta efnið eitrað og mjög ætandi fyrir öndunarveg og augu manna og dýra.“ „Við byrjuðum á því að reka fuglana út í enda hússins, þeim fuglum sem ekki gátu gengið sjálfir eða voru of hægir var sparkað harkalega áfram. Þegar fuglunum hafði verið þjappað saman í annan endann lágu eftir nokkrir dauðir og deyjandi fuglar sem höfðu troðist ofan í skítinn í fuglamergðinni. Næst var lyftara með plastkössum ekið inn í skemmuna og mennirnir sem unnu þarna með mér köstuðu kössunum fyrir framan fuglana. Það kom fyrir að kassarnir lentu á fuglunum svo þeir drápust eða meiddust.“ „Starfið fólst í því að troða ellefu fuglum saman ofan í hvern kassa, ég var sennilega ekki besti starfsmaðurinn þar sem ég tók bara einn fugl í einu og setti varlega ofan í kassa. Aðrir vanari starfsmenn gripu í fætur fuglanna og grýttu þeim mörgum saman inn um þröngt opið á kössunum án þess að gæta að því hvort vængir eða fætur færu óskaddaðir með. Þannig náðu þeir allt að fjórum fuglum með hvorri hendi í hvert sinn. Þetta starf var launað eftir afköstum en ekki með tímakaupi svo fólk var skiljanlega að flýta sér að klára verkið og komast út úr þessum dimma loftlausa skúr.“ „Það sem stakk mig hvað mest þetta kvöld var klemmdur vængur sem ég sá útundan mér. Hann hafði klemmst í renniloku sem var ofan á kassanum þegar einhver reyndari starfsmaður tróð ofan í kassann án þess að gæta að því hvernig fuglarnir lentu. Annar starfsmaður tók svo kassann og setti hann í staflann á lyftaranum. Ofan á þann kassa kom annar kassi með ellefu kjúklingum í, ofan á hann nokkrir í viðbót. Vængurinn kramdist á milli án þess að nokkur kippti sér upp við það. Ég fór aftur út til að kasta upp, bæði af viðbjóði og ammoníakseitrun.“ „Kjúklingur og svínakjöt sem fæst í matvöruverslunum hér á landi er í öllum tilfellum framleitt í verksmiðjum þar sem dýrin koma í þennan heim til þess eins að þjást við hörmulegar aðstæður allt sitt líf. Þetta er ekki betra hér á landi en annarsstaðar. Ég neita að trúa því að fólk vilji styðja við svona framleiðsluhætti og það er hægt að hafa áhrif með því að sniðganga þessar vörur eða minnka kaup á þeim verulega.“ Hér að neðan má sjá myndband frá Animals Australia og að sögn Margrétar er farið alveg eins með dýrin hér á landi. What is factory farming? MEAT CHICKENS from Animals Australia on Vimeo.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira