Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 19:30 Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira