Glímdi við lamandi sjálfshatur í þrjú ár Ellý Ármanns skrifar 20. janúar 2013 00:37 Lífið hafði samband við Silju Björk Björnsdóttur og fékk leyfi hjá henni til að birta hugleiðinguna sem hún skrifaði á vefinn Freyjur um baráttu hennar við þunglyndi. Hér má lesa pistil Silju í heild sinni: Fyrir ekki allt of löngu síðan fékk ég loksins svar við þeim hafsjó af spurningum sem brunnið höfðu á mér í næstum því þrjú ár. Spurningum sem ég vissi þó svarið við innst inni, en svarið hafði alltaf blundað einhverstaðar neðst í undirmeðvitundinni og var ávallt kæft af frestunaráráttu, sektarkennd og afneitun. Svarið er einfalt en samt svo flókið. Svarið er "Þú ert með alvarlegt þunglyndi".Strögglaði með bókstaflega allt í þrjú árÍ heil þrjú ár hafði ég strögglað með bókstaflega allt, sjálfsímynd mína, samskipti við vini, fjölskyldu og kennara, námið, félagsstarfið og glímt við lamandi sjálfshatur. Svo einn daginn fékk ég nóg af afsökunum og fann sjálfa mig sitja í mjúkum sófa sálfræðingsins þegar ég fékk ölduna yfir mig … "Þú ert með alvarlegt þunglyndi". Ég vil með þessu árétta það að þunglyndi er sjúkdómur. Þunglyndi getur að sjálfsögðu verið áunnið eins og það getur verið meðfætt, en sjúkdómur er það engu að síður. Þunglyndi er svolítið eins og krabbamein að mörgu leyti. Hver sem er getur fengið sjúkdóminn, hvenær sem er á lífsleiðinni óháð öllum utanaðkomandi þáttum. Líkt og krabbamein birtist þunglyndi ekki bara í einni mynd. Þunglyndi hefur þúsund birtingarmyndir og fer það eftir einstaklingnum hvernig sjúkdómurinn birtist og hvernig best er að tækla hann. Hvort sem um er að ræða samtalsmeðferð, lyfjameðferð eða aðrar óhefðbundnar meðferðir þá er ekki til ein galdralausn á þunglyndi, eins og svo margir halda fram. Rétt eins og krabbamein, ekki satt?Enginn þykist líða ofboðslega illa Þunglyndissjúklingar eins og ég sjálf ákváðu ekki einn daginn að þykjast líða ofboðslega illa, þykjast ekki getað farið fram úr rúminu á morgnana af ótta og sjálfshatri, þykjast vera vansælir og þar framan af götunum. Þegar mér leið illa og leitaði til dæmis til skólayfirvalda, var mér vart trúað og ég fékk bara svör eins og "Þetta er allt bara spurning um hugarfar" eða "Já en ef þér líður illa, af hverju hættirðu því ekki bara?". Vandinn er að þetta er ekki svona auðvelt. Lausnin fellst ekkert í því að "hætta bara að vera í fýlu" nákvæmlega eins og þú segir ekki við krabbameinssjúkling að bara hætta að vera með krabbamein!Endalaus feluleikur Það verður sjálfsagt sagt um mig núna, það sama og ég heyri marga segja um þunglyndissjúklinga. "Vá, aldrei datt mér í hug að hann væri þunglyndur! Hann er alltaf svo hress og brosandi!". Fólk á erfitt með að trúa því að einstaklingur sem hefur allt, góða fjölskyldu, gott líf og ekkert að kvarta undan, glími við þunglyndi. En hvers vegna eru það þá oftast brosandi börnin sem þjást af þunglyndi? Það er feluleikurinn endalausi, fyrir sjálfum þér og öðrum. Þunga gríman sem maður ber á hverjum einasta degi til að varnast því að fólk sjái í gegn. Maður eyðir öllum þessum tíma í að sníða sér þykka brynju, þangað til maður áttar sig á því að þetta stríð heyjar maður ekki einn.Heilinn gefur ekki frá sér rétt magn af seretóníni Eins og ég sagði áðan hefur þunglyndi þúsund birtingarmyndir, mitt þunglyndi felst í því, hjá eins og svo mörgum öðrum, að heilinn gefur ekki frá sér rétt magn af seretóníni. Þetta blandast svo saman við bæði þá staðreynd að þunglyndi er ættgengt og algengt í minni fjölskyldu og atburði í lífi mínu sem ég átti erfitt með að takast á við. Þunglyndið, seretónínskorturinn, gerði mér það því erfiðara fyrir. En finnst ykkur það ekki vera galli á gjöf Njarðar að heilinn minn gefur ekki frá sér nóg af efnum sem finnast í "eðlilegum" einstaklingum, nákvæmlega eins og ykkur finnst það galli þegar óeðlileg frumubreyting á sér stað og kona fær krabbamein? Pælið í því. Þegar manneskja þjáist af þunglyndi og sérstaklega á verstu dögunum, má kyssa alla rökhugsun bless. Öll eðlileg röksemdarfærsla og hugsanalest fer út um þúfur. Þunglyndi er rökleysa. Þess vegna er heimskulegt og helber dónaskapur að halda því fram að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum sé ekkert nema sjálfselskt og vitlaust, "af hverju gerði það ekki eitthvað í vandamálinu frekar en að taka líf sitt?" Nú, einmitt vegna þess að á því tímabili sem þessi einstaklingur ákveður að taka sitt eigið líf er það án alls gríns rökrétt í hans huga.Ekkert rökrétt svar finnst Maður vaknar á morgnana og finnur ekkert rökrétt svar við því af hvejru maður ætti að fara á fætur. Ekkert rökrétt svar við því af hverju maður ætti yfirleitt að standa upp, fara í föt og út úr húsi. Allt verður tilgangslaust því ekkert rökrétt svar finnst við tilgangi þessa dags eða lífsins í heild. Maður hugsar bara um hversu ómögulegur maður er, hversu mikil byrði og tímasóun maður er á fjölskyldunni og vinunum. Ég elska ekki sjálfan mig svo hvernig getur einhver annar elskað mig? Er þá ekki bara betra að slá tvær flugur í einu höggi og enda eigin þjáningar og gefa fjölskyldunni frí frá þér og þínu ómerkilega lífi? Jú, vissulega munu þau gráta í jarðarförinni og það mun auðvitað vera erfitt fyrir þau en hey, þau jafna sig bara. Þau hata þig hvort eð er og hvernig þú ert orðinn, það er bara betra fyrir þau að losna við þig og allt sem þér fylgir. Þú verður hvort eð er ekki hér í eftirmálunum því þú verður dáinn.Þunglyndi er ekki sjálfselska Þessum sorglegu og fullkomlega órökréttu hugsunum trúir maður hundrað prósent. Finnst ykkur það í alvörunni vera sjálfselska? Þunglyndi er ekki sjálfselska. Þunglyndi er nefninlega líka sjúkdómur. Sjúkdómur sem samfélagið þarf að fara að viðurkenna almennilega. Samfélagið þarf að hætta að dæma fólk með geðsjúkdóma, hætta að tala niður til þeirra og kalla fólk aumingja. Þó þér finnist persónulega ótrúlega auðvelt að rífa þig bara upp úr skammdeginu þá er ekki þannig farið með alla. Þú myndir aldrei dæma manneskju fyrir að fá krabbamein svo ekki dæma manneskju fyrir að þjást af þunglyndi. Við þurfum að opna umræðuna um þunglyndi og andlega vanlíðan svo við sem af þessu þjáumst þurfum ekki að fela okkur. Svo við þurfum ekki að skammast okkar og kenna sjálfum okkur um. Svo það taki komandi kynslóðir ekki mörg ár að leita sér hjálpar. Góð vinkona mín sagði oft við mig þegar ég grét í fanginu á henni "Silja, hugsaðu þetta svona…ef þér væri alltaf illt í fætinum myndirðu fara til læknis, svo ef þér er alltaf illt í sálinni – af hverju ferðu þá ekki til sálfræðings?"Pælið í því.http://freyjur.wordpress.com Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Lífið hafði samband við Silju Björk Björnsdóttur og fékk leyfi hjá henni til að birta hugleiðinguna sem hún skrifaði á vefinn Freyjur um baráttu hennar við þunglyndi. Hér má lesa pistil Silju í heild sinni: Fyrir ekki allt of löngu síðan fékk ég loksins svar við þeim hafsjó af spurningum sem brunnið höfðu á mér í næstum því þrjú ár. Spurningum sem ég vissi þó svarið við innst inni, en svarið hafði alltaf blundað einhverstaðar neðst í undirmeðvitundinni og var ávallt kæft af frestunaráráttu, sektarkennd og afneitun. Svarið er einfalt en samt svo flókið. Svarið er "Þú ert með alvarlegt þunglyndi".Strögglaði með bókstaflega allt í þrjú árÍ heil þrjú ár hafði ég strögglað með bókstaflega allt, sjálfsímynd mína, samskipti við vini, fjölskyldu og kennara, námið, félagsstarfið og glímt við lamandi sjálfshatur. Svo einn daginn fékk ég nóg af afsökunum og fann sjálfa mig sitja í mjúkum sófa sálfræðingsins þegar ég fékk ölduna yfir mig … "Þú ert með alvarlegt þunglyndi". Ég vil með þessu árétta það að þunglyndi er sjúkdómur. Þunglyndi getur að sjálfsögðu verið áunnið eins og það getur verið meðfætt, en sjúkdómur er það engu að síður. Þunglyndi er svolítið eins og krabbamein að mörgu leyti. Hver sem er getur fengið sjúkdóminn, hvenær sem er á lífsleiðinni óháð öllum utanaðkomandi þáttum. Líkt og krabbamein birtist þunglyndi ekki bara í einni mynd. Þunglyndi hefur þúsund birtingarmyndir og fer það eftir einstaklingnum hvernig sjúkdómurinn birtist og hvernig best er að tækla hann. Hvort sem um er að ræða samtalsmeðferð, lyfjameðferð eða aðrar óhefðbundnar meðferðir þá er ekki til ein galdralausn á þunglyndi, eins og svo margir halda fram. Rétt eins og krabbamein, ekki satt?Enginn þykist líða ofboðslega illa Þunglyndissjúklingar eins og ég sjálf ákváðu ekki einn daginn að þykjast líða ofboðslega illa, þykjast ekki getað farið fram úr rúminu á morgnana af ótta og sjálfshatri, þykjast vera vansælir og þar framan af götunum. Þegar mér leið illa og leitaði til dæmis til skólayfirvalda, var mér vart trúað og ég fékk bara svör eins og "Þetta er allt bara spurning um hugarfar" eða "Já en ef þér líður illa, af hverju hættirðu því ekki bara?". Vandinn er að þetta er ekki svona auðvelt. Lausnin fellst ekkert í því að "hætta bara að vera í fýlu" nákvæmlega eins og þú segir ekki við krabbameinssjúkling að bara hætta að vera með krabbamein!Endalaus feluleikur Það verður sjálfsagt sagt um mig núna, það sama og ég heyri marga segja um þunglyndissjúklinga. "Vá, aldrei datt mér í hug að hann væri þunglyndur! Hann er alltaf svo hress og brosandi!". Fólk á erfitt með að trúa því að einstaklingur sem hefur allt, góða fjölskyldu, gott líf og ekkert að kvarta undan, glími við þunglyndi. En hvers vegna eru það þá oftast brosandi börnin sem þjást af þunglyndi? Það er feluleikurinn endalausi, fyrir sjálfum þér og öðrum. Þunga gríman sem maður ber á hverjum einasta degi til að varnast því að fólk sjái í gegn. Maður eyðir öllum þessum tíma í að sníða sér þykka brynju, þangað til maður áttar sig á því að þetta stríð heyjar maður ekki einn.Heilinn gefur ekki frá sér rétt magn af seretóníni Eins og ég sagði áðan hefur þunglyndi þúsund birtingarmyndir, mitt þunglyndi felst í því, hjá eins og svo mörgum öðrum, að heilinn gefur ekki frá sér rétt magn af seretóníni. Þetta blandast svo saman við bæði þá staðreynd að þunglyndi er ættgengt og algengt í minni fjölskyldu og atburði í lífi mínu sem ég átti erfitt með að takast á við. Þunglyndið, seretónínskorturinn, gerði mér það því erfiðara fyrir. En finnst ykkur það ekki vera galli á gjöf Njarðar að heilinn minn gefur ekki frá sér nóg af efnum sem finnast í "eðlilegum" einstaklingum, nákvæmlega eins og ykkur finnst það galli þegar óeðlileg frumubreyting á sér stað og kona fær krabbamein? Pælið í því. Þegar manneskja þjáist af þunglyndi og sérstaklega á verstu dögunum, má kyssa alla rökhugsun bless. Öll eðlileg röksemdarfærsla og hugsanalest fer út um þúfur. Þunglyndi er rökleysa. Þess vegna er heimskulegt og helber dónaskapur að halda því fram að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum sé ekkert nema sjálfselskt og vitlaust, "af hverju gerði það ekki eitthvað í vandamálinu frekar en að taka líf sitt?" Nú, einmitt vegna þess að á því tímabili sem þessi einstaklingur ákveður að taka sitt eigið líf er það án alls gríns rökrétt í hans huga.Ekkert rökrétt svar finnst Maður vaknar á morgnana og finnur ekkert rökrétt svar við því af hvejru maður ætti að fara á fætur. Ekkert rökrétt svar við því af hverju maður ætti yfirleitt að standa upp, fara í föt og út úr húsi. Allt verður tilgangslaust því ekkert rökrétt svar finnst við tilgangi þessa dags eða lífsins í heild. Maður hugsar bara um hversu ómögulegur maður er, hversu mikil byrði og tímasóun maður er á fjölskyldunni og vinunum. Ég elska ekki sjálfan mig svo hvernig getur einhver annar elskað mig? Er þá ekki bara betra að slá tvær flugur í einu höggi og enda eigin þjáningar og gefa fjölskyldunni frí frá þér og þínu ómerkilega lífi? Jú, vissulega munu þau gráta í jarðarförinni og það mun auðvitað vera erfitt fyrir þau en hey, þau jafna sig bara. Þau hata þig hvort eð er og hvernig þú ert orðinn, það er bara betra fyrir þau að losna við þig og allt sem þér fylgir. Þú verður hvort eð er ekki hér í eftirmálunum því þú verður dáinn.Þunglyndi er ekki sjálfselska Þessum sorglegu og fullkomlega órökréttu hugsunum trúir maður hundrað prósent. Finnst ykkur það í alvörunni vera sjálfselska? Þunglyndi er ekki sjálfselska. Þunglyndi er nefninlega líka sjúkdómur. Sjúkdómur sem samfélagið þarf að fara að viðurkenna almennilega. Samfélagið þarf að hætta að dæma fólk með geðsjúkdóma, hætta að tala niður til þeirra og kalla fólk aumingja. Þó þér finnist persónulega ótrúlega auðvelt að rífa þig bara upp úr skammdeginu þá er ekki þannig farið með alla. Þú myndir aldrei dæma manneskju fyrir að fá krabbamein svo ekki dæma manneskju fyrir að þjást af þunglyndi. Við þurfum að opna umræðuna um þunglyndi og andlega vanlíðan svo við sem af þessu þjáumst þurfum ekki að fela okkur. Svo við þurfum ekki að skammast okkar og kenna sjálfum okkur um. Svo það taki komandi kynslóðir ekki mörg ár að leita sér hjálpar. Góð vinkona mín sagði oft við mig þegar ég grét í fanginu á henni "Silja, hugsaðu þetta svona…ef þér væri alltaf illt í fætinum myndirðu fara til læknis, svo ef þér er alltaf illt í sálinni – af hverju ferðu þá ekki til sálfræðings?"Pælið í því.http://freyjur.wordpress.com
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira