Glitnismaður ákærður fyrir innherjasvik Stígur Helgason skrifar 5. september 2013 07:00 Erlendur Magnússon. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira