Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur.
Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar.
Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu.
„Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.

Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum.
Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði.
„Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni.
Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér.