Telur lög um kynjakvóta ekki henta lífeyrissjóðum Boði Logason skrifar 3. september 2013 07:00 Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að lög sem snúa að kynjahlutfalli í stjórnum lífeyrissjóða kunni að ganga of langt og býst við að funda með núverandi stjórnvöldum vegna málsins. Þau séu ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóðanna að leiðarljósi. Enn uppfylla sjö lífeyrissjóðir ekki skilyrði laganna, sem tóku gildi í fyrradag. Samkvæmt lögunum á hlutfall hvors kyns að vera að lágmarki fjörutíu prósent í stjórnum allra lífeyrissjóða. Í dag er heildarhlutfall kvenna í stjórnunum 44,4 prósent. Einn sjóð vantar tvær konur í stjórnina, fjóra sjóði vantar eina konu í stjórnina og tvo sjóði vantar einn karl í stjórnina, samkvæmt nýlegri samantekt KPMG. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að í sumum þessara tilfella sé uppistaða sjóðfélaga af öðru hvoru kyninu, eins og hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. „Það er allt hægt, það er hægt að búa til einhverja fléttulista en þá getur það líka verið þannig að það sé verið að ýta fólki út vegna þess að það er af öðru hvoru kyni. Það eru kostir og gallar í þessu.“ Hún segir að á næstunni megi búast við því að samtökin taki málið upp við núverandi stjórnvöld. „Við vitum ekki hvort þetta er óbreytt staða stjórnvalda. Þessi lög eru ágæt að mörgu leyti en kunna að ganga of langt. Þau eru ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóða að leiðarljósi.“ Eftir að lögin tóku gildi nú um mánaðamót fá hlutafélög sem uppfylla ekki skilyrðið um kynjahlutfall í stjórn ekki skráningu hjá Fyrirtækjaskrá. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að lög sem snúa að kynjahlutfalli í stjórnum lífeyrissjóða kunni að ganga of langt og býst við að funda með núverandi stjórnvöldum vegna málsins. Þau séu ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóðanna að leiðarljósi. Enn uppfylla sjö lífeyrissjóðir ekki skilyrði laganna, sem tóku gildi í fyrradag. Samkvæmt lögunum á hlutfall hvors kyns að vera að lágmarki fjörutíu prósent í stjórnum allra lífeyrissjóða. Í dag er heildarhlutfall kvenna í stjórnunum 44,4 prósent. Einn sjóð vantar tvær konur í stjórnina, fjóra sjóði vantar eina konu í stjórnina og tvo sjóði vantar einn karl í stjórnina, samkvæmt nýlegri samantekt KPMG. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að í sumum þessara tilfella sé uppistaða sjóðfélaga af öðru hvoru kyninu, eins og hjá Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga. „Það er allt hægt, það er hægt að búa til einhverja fléttulista en þá getur það líka verið þannig að það sé verið að ýta fólki út vegna þess að það er af öðru hvoru kyni. Það eru kostir og gallar í þessu.“ Hún segir að á næstunni megi búast við því að samtökin taki málið upp við núverandi stjórnvöld. „Við vitum ekki hvort þetta er óbreytt staða stjórnvalda. Þessi lög eru ágæt að mörgu leyti en kunna að ganga of langt. Þau eru ekki hönnuð með hagsmuni lífeyrissjóða að leiðarljósi.“ Eftir að lögin tóku gildi nú um mánaðamót fá hlutafélög sem uppfylla ekki skilyrðið um kynjahlutfall í stjórn ekki skráningu hjá Fyrirtækjaskrá.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira