Hæstiréttur snýr nauðgunardómi í sýknu Stígur Helgason skrifar 19. júní 2013 12:55 Hæstiréttur sýknaði í dag Stefán Loga Sívarsson og Þorstein Birgisson af ákæru um nauðgun í nóvember 2011. Héraðsdómur hafði áður sakfellt þá báða og dæmt Stefán í fimm ára fangelsi og Þorstein í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp skömmu eftir klukkan ellefu í morgun. Í honum er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur gagnrýnd og sagt að þar hafi verið dregnar ályktanir af framburði ætlaðs brotaþola sem ekki fáist staðist. Meirihluti Hæstaréttar segir að verulegs misræmis gæti um ýmis mikilvæg atriði í framburði stúlkunnar, sem var rétt tæplega nítján ára gömul þegar atburðurinn átti sér stað. Engu að síður segi í héraðsdómnum að hún hafi borið „á sama veg og fyrr“ frá einni skýrslugjöf til annarrar, jafnvel þótt það eigi sér ekki stoð. Þá stangist framburður hennar sumpart á við það sem sýnileg sönnunargögn taki af tvímæli um. Stefán, sem er þekktur sem annar Skeljagrandabræðra, og Þorsteinn neituðu báðir sök og kváðu samræðið hafa verið með fullum vilja stúlkunnar. Niðurstaða Hæstaréttar er að gegn þeim framburði tvímenninganna hafi ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á sekt þeirra. Þá segir einnig í dómi Hæstaréttar að annmarkar séu á rannsókn lögreglu „sem úr því sem komið er verður ekki séð að unnt væri að bæta úr nema að hluta“. Er þar meðal annars átt við að ekki hafi verið teknar skýrslur af ýmsum vitnum sem varpað hefðu getað skýrara ljósi á málið, ekki hafi verið kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð og gagna um símtöl ekki aflað.Ingibjörg skilar sératkvæði Fimm reynslumestu dómarar Hæstaréttar dæmdu málið og fjórir þeirra mynduðu meirihlutann: Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Einn dómaranna, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilar hins vegar sératkvæði og vill sakfella tvímenningana. Í sératkvæðinu segist Ingibjörg telja „hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um það brot sem þeir eru ákærðir fyrir“. Ingibjörg segir fjölskipaðan héraðsdóm hafa metið framburð stúlkunnar trúverðugan og ekki sé ástæða til að vefengja það mat. Ekki gæti þar slíks ósamræmis að líkur séu á því að héraðsdómur hafi metið sönnunargildi framburðar hennar á rangan hátt. Á sama hátt hafi héraðsdómur „metið framburð beggja ákærðu ótrúverðugan og eru engin efni til að telja að það mat sé rangt“. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag Stefán Loga Sívarsson og Þorstein Birgisson af ákæru um nauðgun í nóvember 2011. Héraðsdómur hafði áður sakfellt þá báða og dæmt Stefán í fimm ára fangelsi og Þorstein í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp skömmu eftir klukkan ellefu í morgun. Í honum er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur gagnrýnd og sagt að þar hafi verið dregnar ályktanir af framburði ætlaðs brotaþola sem ekki fáist staðist. Meirihluti Hæstaréttar segir að verulegs misræmis gæti um ýmis mikilvæg atriði í framburði stúlkunnar, sem var rétt tæplega nítján ára gömul þegar atburðurinn átti sér stað. Engu að síður segi í héraðsdómnum að hún hafi borið „á sama veg og fyrr“ frá einni skýrslugjöf til annarrar, jafnvel þótt það eigi sér ekki stoð. Þá stangist framburður hennar sumpart á við það sem sýnileg sönnunargögn taki af tvímæli um. Stefán, sem er þekktur sem annar Skeljagrandabræðra, og Þorsteinn neituðu báðir sök og kváðu samræðið hafa verið með fullum vilja stúlkunnar. Niðurstaða Hæstaréttar er að gegn þeim framburði tvímenninganna hafi ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á sekt þeirra. Þá segir einnig í dómi Hæstaréttar að annmarkar séu á rannsókn lögreglu „sem úr því sem komið er verður ekki séð að unnt væri að bæta úr nema að hluta“. Er þar meðal annars átt við að ekki hafi verið teknar skýrslur af ýmsum vitnum sem varpað hefðu getað skýrara ljósi á málið, ekki hafi verið kallað eftir upptökum úr öryggismyndavélum í tæka tíð og gagna um símtöl ekki aflað.Ingibjörg skilar sératkvæði Fimm reynslumestu dómarar Hæstaréttar dæmdu málið og fjórir þeirra mynduðu meirihlutann: Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Einn dómaranna, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilar hins vegar sératkvæði og vill sakfella tvímenningana. Í sératkvæðinu segist Ingibjörg telja „hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um það brot sem þeir eru ákærðir fyrir“. Ingibjörg segir fjölskipaðan héraðsdóm hafa metið framburð stúlkunnar trúverðugan og ekki sé ástæða til að vefengja það mat. Ekki gæti þar slíks ósamræmis að líkur séu á því að héraðsdómur hafi metið sönnunargildi framburðar hennar á rangan hátt. Á sama hátt hafi héraðsdómur „metið framburð beggja ákærðu ótrúverðugan og eru engin efni til að telja að það mat sé rangt“.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira