Miami þvingaði fram oddaleik með ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2013 07:19 Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags. NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags.
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira