Norðurslóðir eru framtíð Íslands Össur Skarphéðinsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutningaleiðir milli hafna við Norður-Atlantshaf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjónustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í framleiðslu í kringum 2025. Þau eru hornpunktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsóknum og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norðmönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orkuþríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun