Ráðstafa milljörðum úr ráðherrastólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 26. apríl 2013 07:00 Ráðherrar eru gjarnir á að semja um útgjöld fyrir ríkissjóð síðustu vikur fyrir kosningar, þegar þeir eru lausir undan fjárveitingarvaldi Alþingis. Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra. Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Hvað hefur ríkisstjórnin samið um há útgjöld síðan þingi var frestað? Ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar hafa samið um útgjöld fyrir hönd ríkissjóðs sem hlaupa á milljörðum króna frá því að Alþingi var frestað 28. mars. Nokkuð erfitt er að henda nákvæmlega reiður á upphæðinni, þar sem ekki er ljóst hver kostnaður verður að fullu við ókeypis tannlækningar fyrir börn fyrr en í janúar 2018. Frá þeim tíma verður hann 1,5 milljarður króna á ári. Að barnatannlækningum slepptum er stærsti einstaki útgjaldaliðurinn aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðslánum. Kostnaðurinn af þeirri aðgerð er óljós, en sé miðað við kostnað við 110 prósent leiðina er áætlað að kostnaðurinn verði 1,5 til 2,5 milljarðar króna. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Íbúðalánasjóði að lána Félagsstofnun stúdenta 1.260 milljónir króna, en ríkissjóður mun niðurgreiða lánið sem nemur mismuninum á 3,5 prósenta vöxtum og almennum útlánsvöxtum sjóðsins. Rétt er að taka það fram að í nokkrum tilvikum er um reglubundin útgjöld að ræða. Innanríkisráðherra hefur tilkynnt um viðbótarframlag til lögreglunnar vegna rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi í apríl undanfarin ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra eru duglegastir að gera samninga um útgjöld. Innanríkisráðherra hefur gert þrjá slíka upp á 268 milljónir króna og staðið að þeim fjórða, ásamt velferðar- og forsætisráðherra sem nemur 79 milljónum króna. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur staðið einn að einum slíkum samningi, en það er fyrrnefndur samningur vegna tannlækninga barna. Þá var það að tillögu hans að ríkisstjórnin samþykkti lánið til Félagsstofnunar stúdenta sem og að ráðstafa 250 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði í átaksverkefni um sumarstörf fyrir námsmenn. Ögmundur og Guðbjartur eru síðan í ráðherranefndinni sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveðslána, ásamt Katrínu Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. Rétt er að taka það fram að útgjöld vegna tannlækninga barna er að finna í fjárlögum ársins 2013. Það breytir þó ekki heildartölunni varðandi samþykkt útgjöld eftir að þingi var frestað, sem er 3,4 til 4,4 milljarðar króna. Augljós tilraun til að kaupa vinsældirGunnar Helgi Kristinsson prófessor. Mynd/GVA„Þetta er ekkert annað en tiltölulega augljós tilraun til að kaupa sér vinsældir," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, um útgjöld ráðherra á síðustu vikunum fyrir kosningar, þegar þing er farið heim. Hann segir þetta hafa verið gagnrýnt áður, meðal annars árið 2007 þegar útgjöldin hafi verið umtalsverð. Þá hafi þeir sem nú standa í því sama verið gagnrýnir. Gunnar Helgi vill koma böndum á þetta. „Þetta er mjög óheppilegt. Það væri langeðlilegast að það væri reynt að koma einhverjum böndum á heimildir ráðherra til að gera svona hluti eftir að kosningabarátta er hafin. Kannski einhverja mánuði fyrir kosningar, eða eitthvað slíkt.“ Gunnar Helgi segir að í raun geti ráðherrar ekki skuldbundið ríkissjóð á þennan hátt, slíkt verði að gerast í fjárlögum eða með aukafjárveitingum sem eru háðar samþykkti Alþingis. „Það þarf auðvitað samþykki Alþingis þegar fjáraukalög eru lögð fram og auðvitað getur Alþingi þá strangt til tekið hafnað þessari fjárveitingu, þó það sé ekki hefð fyrir að gera það.“ Samþykkt eftir að þing fór heim24. apríl - 40 milljónir Uppbygging í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkir tillögu forsætisráðherra.23. apríl - 3 milljónir Stuðningur við hælisleitendur. Innanríkisráðherra.23. apríl - 1,5 til 2,5 milljarðar Viljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða. Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.23. apríl - 25 milljónir Viðbótarframlag til lögreglu vegna rannsóknar á skipulagðri glæpastarfsemi. Innanríkisráðherra.21. apríl - 240 milljónir Styrkir til Landsbjargar vegna endurbóta á björgunarskipum. 30 milljónir19. apríl - 20 milljónir Samið við 18 fyrirtæki um markaðsátak fyrir saltfisk. Atvinnuvegaráðherra og utanríkisráðherra.9. apríl - 250 milljónir Átaksverkefni um sumarstörf fyrir allt að 650 námsmenn. Ríkisstjórnin samþykki að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 1.260 milljónir Íbúðalánasjóði veitt heimild til að lána Félagsstofnun stúdenta til byggingar námsmannaíbúða. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu velferðarráðherra.5. apríl - 79 milljónir Forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu forsætis-, velverðar- og innanríkisráðherra.
Kosningar 2013 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira