Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 12:59 Mynd / Stefán Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Greint var í gær frá nýrri rannsókn Matvælastofnunar sem sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum, sem sagðar voru innihalda nautakjöt, gerðu það ekki. Eigandi fyrirtækisins segir að honum hafi láðst að breyta innihaldslýsingu á umbúðum annarrar vörunnar, lambahakkbollum, eftir að uppskrift var breytt en hins vegar hafi hann enga skýringu á vitlausri merkingu hinnar vörunnar, nautabökum. Helgi Helgason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, heimsótti fyrirtækið í gær og fór yfir málin. Hann segir að nautabökurnar séu framleiddar hálfsmánaðarlega og að matvaran, sem matvælastofnun tók sýni úr, hafi verið framleidd í byrjun desember. Helgi fékk að bragða á nýrri framleiðslu og segir að kjöt hafi verið þar að finna. Eigandi Gæðakokka fékk ekki að vita um niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar fyrr en í gærmorgun svo að hann hafði ekki færi á að bæta kjöti í bökurnar fyrir heimsókn eftirlitsins að sögn Helga. Hins vegar segir hann það ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neytendur og þannig brotið matvælalög. Eftirlitið getur nú gert þrennt: Veitt fyrirtækinu áminningu, kært eða afturkallað starfsleyfi þess. Eftirlitið ásamt stjórnarmönnum í heilbrigðisnefnd Vesturlands tekur í dag ákvörðun þess efnis en Helgi segist sjálfur ætla að leggja til að fyrirtækið verði kært fyrir brot á matvælalögum. Helgi segir jafnframt að nú verði vel fylgst með fyrirtækinu og þess krafist að það taki upp nýja verkferla. Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Greint var í gær frá nýrri rannsókn Matvælastofnunar sem sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum, sem sagðar voru innihalda nautakjöt, gerðu það ekki. Eigandi fyrirtækisins segir að honum hafi láðst að breyta innihaldslýsingu á umbúðum annarrar vörunnar, lambahakkbollum, eftir að uppskrift var breytt en hins vegar hafi hann enga skýringu á vitlausri merkingu hinnar vörunnar, nautabökum. Helgi Helgason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, heimsótti fyrirtækið í gær og fór yfir málin. Hann segir að nautabökurnar séu framleiddar hálfsmánaðarlega og að matvaran, sem matvælastofnun tók sýni úr, hafi verið framleidd í byrjun desember. Helgi fékk að bragða á nýrri framleiðslu og segir að kjöt hafi verið þar að finna. Eigandi Gæðakokka fékk ekki að vita um niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar fyrr en í gærmorgun svo að hann hafði ekki færi á að bæta kjöti í bökurnar fyrir heimsókn eftirlitsins að sögn Helga. Hins vegar segir hann það ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neytendur og þannig brotið matvælalög. Eftirlitið getur nú gert þrennt: Veitt fyrirtækinu áminningu, kært eða afturkallað starfsleyfi þess. Eftirlitið ásamt stjórnarmönnum í heilbrigðisnefnd Vesturlands tekur í dag ákvörðun þess efnis en Helgi segist sjálfur ætla að leggja til að fyrirtækið verði kært fyrir brot á matvælalögum. Helgi segir jafnframt að nú verði vel fylgst með fyrirtækinu og þess krafist að það taki upp nýja verkferla.
Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13
Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46