Sport

NFL-félög spyrja um kynhneigð leikmanna

Kasa er hér í leik með Colorado í vetur.
Kasa er hér í leik með Colorado í vetur.
Strákarnir sem ætla sér í nýliðaval NFL-deildarinnar eru þessa dagana í æfingabúðum þar sem félögin geta skoðað þá ítarlega og spjallað við þá.

Einn af leikmönnunum í búðunum, Nick Kasa, hefur greint frá því að félög hafi verið að spyrja hann sérstakra spurninga er varða kynhneigð hans.

"Lið hafa verið að spyrja hvort ég eigi kærustu, hvort ég sé giftur og hvort ég sé hrifinn af stelpum. Þetta er allt mjög skrítið," sagði Kasa.

Þessar spurningar eru brot á lögum deildarinnar en þar segir að ekki megi láta kynhneigð manna hafa áhrif á val í nýliðavalinu. Þess utan er bannað að spyrja slíkra spurninga því þau hafa ekkert með málið að gera.

NFL ætlar að rannsaka málið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×