Ekkert frumvarp um klám fram komið! 28. febrúar 2013 09:40 „Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum." Þetta ritar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar ráðherrann um viðbrögð við tillögum í ráðuneytinu sem lúti að því að verja börn fyrir ágengni klámiðnaðarins. „Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi," segir Ögmundur. Nefnir ráðherra þar sérstaklega Birgittu Jónsdóttur alþingiskonu og vísar í grein sem hún skrifaði í breska dagblaðið Guardian. „Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur," skrifar Ögmundur og minnir á hvar málið sé í raun og veru statt. „En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi," segir Ögmundur og þvertekur fyrir að verið sé að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptunum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Tillögur Ögmundar um að skoða hvernig hefta megi aðgang að klámi hafa verið töluvert gagnrýndar af sérfræðingum í tölvumálum. Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, sagði við Vísi á dögunum að ómögulegt væri að loka alfarið á aðgang kláms á netinu. „Ef einhver vill af ásettu ráði horfa á klám á netinu, þá mun viðkomandi nálgast klám á netinu. Engar tæknilegar lausnir á netinu geta stöðvað viðkomandi, burtséð frá því að slökkva hreinlega á netinu," sagði Ýmir.Innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ekki sérfræðingur mála í tæknilegum lausnum. Aðrir skoði þá hlið mála en aðaláherslan sé á að verja börn gegn ágengni klámiðnaðarins. Ýmir segir það vel hægt. „En ef markmiðið er að koma í veg fyrir að einhver hópur fólks sjái klám óvart, til dæmis krakkar, þá eru til tæknilegar leiðir til að hjálpa til við slíkt," segir Ýmir. Tengdar fréttir Að trúa á netið Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. 28. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
„Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum." Þetta ritar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar ráðherrann um viðbrögð við tillögum í ráðuneytinu sem lúti að því að verja börn fyrir ágengni klámiðnaðarins. „Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi," segir Ögmundur. Nefnir ráðherra þar sérstaklega Birgittu Jónsdóttur alþingiskonu og vísar í grein sem hún skrifaði í breska dagblaðið Guardian. „Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur," skrifar Ögmundur og minnir á hvar málið sé í raun og veru statt. „En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi," segir Ögmundur og þvertekur fyrir að verið sé að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptunum og lýðræðislegri umræðu á netinu. Tillögur Ögmundar um að skoða hvernig hefta megi aðgang að klámi hafa verið töluvert gagnrýndar af sérfræðingum í tölvumálum. Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, sagði við Vísi á dögunum að ómögulegt væri að loka alfarið á aðgang kláms á netinu. „Ef einhver vill af ásettu ráði horfa á klám á netinu, þá mun viðkomandi nálgast klám á netinu. Engar tæknilegar lausnir á netinu geta stöðvað viðkomandi, burtséð frá því að slökkva hreinlega á netinu," sagði Ýmir.Innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ekki sérfræðingur mála í tæknilegum lausnum. Aðrir skoði þá hlið mála en aðaláherslan sé á að verja börn gegn ágengni klámiðnaðarins. Ýmir segir það vel hægt. „En ef markmiðið er að koma í veg fyrir að einhver hópur fólks sjái klám óvart, til dæmis krakkar, þá eru til tæknilegar leiðir til að hjálpa til við slíkt," segir Ýmir.
Tengdar fréttir Að trúa á netið Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. 28. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Að trúa á netið Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur. 28. febrúar 2013 06:00