Mjúkar línur frá hinu ítalska Missoni-húsi 28. febrúar 2013 18:00 Haust- og vetrarlína Missoni vakti athygli á tískuvikunni í mílanó. Línan inniheldur víðar og þægilegar flíkur sem minna svolítið á náttfatnað. nordicphotos/getty Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó. Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins. Ítalska tískuhúsið Missoni var á meðal þeirra er sýndu haust- og vetrarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Línan þótti vel heppnuð, en flíkurnar minnti marga á náttfatnað og yfirhafnirnar á náttsloppa. Þessu var blandað saman við netaboli, -skó og -sokkabuxur og virkuðu andstæðurnar vel saman. Svörtum, gráum og hvítum litatónum var svo blandað saman við sterkari liti líkt og eiturgrænan, bláan og appelsínugulan. Tískuhúsið er fjölskyldufyrirtæki og í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs undan strönd Venesúela. Í vikunni bárust þær fregnir að flugvélarflak hefði fundist við strönd eyjarinnar Curacao. Enn er óljóst hvort hér er komið flak flugvélarinnar sem Missoni og kona hans voru farþegar í. Hin fallega haustlína Missoni-tískuhússins var því sköpuð á heldur ömurlegum tíma í lífi fjölskyldunnar. - sm Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hönnun Missoni vakti athygli á tískuvikunni í Mílanó. Enn hefur ekkert spurst til forstjóra fyrirtækisins sem hvarf ásamt eiginkonu sinni í byrjun ársins. Ítalska tískuhúsið Missoni var á meðal þeirra er sýndu haust- og vetrarlínur sínar á tískuvikunni í Mílanó um helgina. Línan þótti vel heppnuð, en flíkurnar minnti marga á náttfatnað og yfirhafnirnar á náttsloppa. Þessu var blandað saman við netaboli, -skó og -sokkabuxur og virkuðu andstæðurnar vel saman. Svörtum, gráum og hvítum litatónum var svo blandað saman við sterkari liti líkt og eiturgrænan, bláan og appelsínugulan. Tískuhúsið er fjölskyldufyrirtæki og í byrjun janúar hvarf flugvél með Vittorio Missoni, forstjóra fyrirtækisins, eiginkonu hans, Mauriziu Castiglioni, og tveimur öðrum innanborðs undan strönd Venesúela. Í vikunni bárust þær fregnir að flugvélarflak hefði fundist við strönd eyjarinnar Curacao. Enn er óljóst hvort hér er komið flak flugvélarinnar sem Missoni og kona hans voru farþegar í. Hin fallega haustlína Missoni-tískuhússins var því sköpuð á heldur ömurlegum tíma í lífi fjölskyldunnar. - sm
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira