Innlent

Stracta fær hótellóð í Skaftárhreppi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hreiðar Hermannsson er framkvæmdastjóri Stracta sem stefnir að umsvifum víða um land.
Hreiðar Hermannsson er framkvæmdastjóri Stracta sem stefnir að umsvifum víða um land.
Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta hótelkeðjan geti reist hótel að Orrustustöðum.

Hreiðar Hermannsson hafði þá kynnt áform Stracta Hótel fyrir sveitarstjóra og fulltrúa skipulags- og byggingarmála.

Skipulagsnefndin mælist til aðalskipulagsbreytingn gangi ekki yfir svæði sem gætu talist gott ræktunarland ef hjá því verður komist. Einnig að áfram verði gert ráð fyrir skógrækt á samningssvæði Suðurlandsskóga í landi Orustustaða og haft samráð við minjastofnun um verndun merkra minja á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×