Innlent

Beiðni um fjölmiðlabann hafnað

Haukur Viðar Alfreðsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hófst í morgun.
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hófst í morgun. mynd/gva
Ákæruvaldið í Stokkseyrarmálinu svokallaða bað um að fjölmiðlabann yrði sett á áður en Stefán Blackburn, einn sakborninga í málinu, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur skömmu eftir hádegi.

Vísir er meðal þeirra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið og hefur meðal annars tíst frá héraðsdómi frá því aðalmeðferð hófst í morgun.

Dómarinn frestaði því að taka afstöðu til kröfunnar en hefur nú hafnað beiðninni formlega. „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu," sagði dómarinn og sagði beiðnina þar að auki hafa komið of seint. „Það er twittað í þessu máli og hefur verið twittað í hundrað öðrum málum,“ sagði dómari.

Fylgjast má með framvindu málsins í Twitter-boxinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×