Ný brú áformuð á Jökulsá á Fjöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2013 19:24 Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Vegagerðin áformar að smíði nýrrar brúar yfir stærsta fljót Norðurlands, Jökulsá á Fjöllum, hefjist fyrir lok næsta árs. Með henni styttist hringvegurinn um rúman einn kílómetra.Þrjár brýr eru yfir Jökulsá á Fjöllum; ein við Ásbyrgi, önnur við Upptyppinga, og sú þriðja, sem jafnframt er elst, frá árinu 1947, er á hringveginum við Grímsstaði, ofan Dettifoss. Þá brú stendur nú til að endurnýja. Vegagerðin segir aðkomu að henni hættulega, krappar beygjur séu að henni beggja vegna, og er aðeins leyfður 30 kílómetra aksturhraði yfir brúna. Ekki vantar að þessi 66 ára gamla hengibrú sé tignarleg með sína fimmtán metra háu turna. Hún er hins vegar einbreið og með lélegt burðarþol sem takmarkar þungaflutninga og hafa þyngstu vinnuvélar þurft að fara yfir ána á vaði.Nýja brúin á að koma um hálfum kílómetra ofar í Jökulsá.Mynd/Vegagerðin.Það er einmitt skammt frá þessu vaði sem Vegagerðin áformar nú að reisa nýju brúna, um fimmhundruð metrum sunnan við þá gömlu. Jafnframt þarf að leggja 2,6 kílómetra langa tengivegi að brúnni en með þessu fæst um 1.100 metra stytting á hringveginum.Stefnt er að því að nýja brúin verði tekin í notkun á árinu 2016.Mynd/Vegagerðin.Nýja brúin verður 230 metra löng og er áætlað að verkið kosti um einn milljarð króna, brúarsmíðin um sjöhundruð milljónir og vegalagning um 300 milljónir. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri vonast til að unnt verði að bjóða verkið út á síðari helmingi næsta árs og að framkvæmdir geti hafist fyrir lok ársins. Stefnt sé að því að meginframkvæmdatíminn verði á árunum 2015 og 2016.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira