Lífið

Stelst í rauðvín og sígarettur

Leikkonan Gwyneth Paltrow er þekkt fyrir að passa vel upp á mataræðið og hreyfa sig mikið en hún segist líka leyfa sér ýmislegt af og til.

Gwyenth hefur æft síðustu ár með stjörnuþjálfaranum Tracy Anderson og fer alltaf á æfingar klukkan tíu á virkum dögum.

Gwyneth með þjálfara sínum, Tracy Anderson.
“Mér fannst erfitt að finna drifkraftinn fyrst þegar ég byrjaði að æfa hjá Tracy. Hún ráðlagði mér að hugsa um æfingu sem rútínu, eins og að bursta tennurnar, svo ég myndi ekki láta trufla mig. Nú er æfingin hluti af lífi mínu,” segir Gwyneth. Hún borðar afar hollan mat og hreinsar líkamann reglulega. Hún styður það samt að leyfa sér óhollustu endrum og eins.

Glæsileg kona.
“Ég fæ mér oft rauðvínsglas á kvöldin og reyki stundum sígarettu á laugardögum. Ég elska þau augnablik því þá er ég temmilega óþekk.”

Í verslunarleiðangri með eiginmanni sínum Chris Martin og börnunum Moses og Apple.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.