Dæmdur fyrir að svíkja fé af Magnúsi Ármann - þarf að endurgreiða um 40 milljónir 8. janúar 2013 10:24 Magnús Ármann. Sextugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa svikið hátt í fjörutíu milljónir króna út af greiðslukorti í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármann. Maðurinn tók mest 3,2 milljónir króna út af kortinu í einu, og það nokkrum sinnum. Maðurinn hélt því fram að hann hefði leyfi Magnúsar Ármann til þess að taka allt að fjórar milljónir króna út af kortinu mánaðarlega til styrktar starfssemi hans í meðferðarmálum og hafði undir höndum falsaðan samning sem átti að sýna fram á þetta. Áður en yfir lauk hafði maðurinn tekið alls 32 sinnum út af kortinu, samtals um 38 milljónir króna. Maðurinn virðist hafa komist yfir númer á greiðslukorti Magnúsar á veitingastaðnum Strawberries í miðborg Reykjavíkur, sem er svokallaður kampavínsklúbbur. En þar starfaði hinn seki. Og málið verður öllu sérkennilegra þegar lögmaður Magnúsar Ármann hefur samband við Jóhann R. Benediktsson, þáverandi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Bað lögmaðurinn Jóhann að ræða við hinn ákærða í málinu sem Jóhann kannaðist við vegna starfs síns. Þeir hittust í desember árið 2007 en þá játaði maðurinn að vera í óreglu og að hafa eytt fjármununum. Auk þess sem maðurinn er dæmdur til refsingar er honum gert að greiða Magnúsi Ármanni 9,6 milljónir í miskabætur en hann þarf að greiða Borgun 28 milljónir króna. Samtals um 38 milljónir. Öll brotin áttu sér stað á níu mánaða tímabili árið 2007. Ekki var ákært í málinu fyrr en um fimm árum síðar. Vegna óeðlilegs dráttar á rannsókn lögreglu er refsing mannsins skilorðsbundin. Við þetta má bæta að núverandi rekstraraðilar Strawberries eru ekki þeir sömu og ráku staðinn árið 2007. Mest lesið Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira
Sextugur karlmaður var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa svikið hátt í fjörutíu milljónir króna út af greiðslukorti í eigu athafnamannsins Magnúsar Ármann. Maðurinn tók mest 3,2 milljónir króna út af kortinu í einu, og það nokkrum sinnum. Maðurinn hélt því fram að hann hefði leyfi Magnúsar Ármann til þess að taka allt að fjórar milljónir króna út af kortinu mánaðarlega til styrktar starfssemi hans í meðferðarmálum og hafði undir höndum falsaðan samning sem átti að sýna fram á þetta. Áður en yfir lauk hafði maðurinn tekið alls 32 sinnum út af kortinu, samtals um 38 milljónir króna. Maðurinn virðist hafa komist yfir númer á greiðslukorti Magnúsar á veitingastaðnum Strawberries í miðborg Reykjavíkur, sem er svokallaður kampavínsklúbbur. En þar starfaði hinn seki. Og málið verður öllu sérkennilegra þegar lögmaður Magnúsar Ármann hefur samband við Jóhann R. Benediktsson, þáverandi lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli. Bað lögmaðurinn Jóhann að ræða við hinn ákærða í málinu sem Jóhann kannaðist við vegna starfs síns. Þeir hittust í desember árið 2007 en þá játaði maðurinn að vera í óreglu og að hafa eytt fjármununum. Auk þess sem maðurinn er dæmdur til refsingar er honum gert að greiða Magnúsi Ármanni 9,6 milljónir í miskabætur en hann þarf að greiða Borgun 28 milljónir króna. Samtals um 38 milljónir. Öll brotin áttu sér stað á níu mánaða tímabili árið 2007. Ekki var ákært í málinu fyrr en um fimm árum síðar. Vegna óeðlilegs dráttar á rannsókn lögreglu er refsing mannsins skilorðsbundin. Við þetta má bæta að núverandi rekstraraðilar Strawberries eru ekki þeir sömu og ráku staðinn árið 2007.
Mest lesið Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Erlent Fleiri fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Þyngri refsing fyrir hnífstungu fæli ekki endilega frá Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Hvalveiðar, málamiðlunarflokkur og „útför“ listamanns Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Fresta úthlutun þingsæta Útiloka verkfall í FSu á nýju ári Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Guðrún ráðin bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Kjálkabraut mann með einu höggi „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Biðjast afsökunar á að hafa sært listamenn „Við erum málamiðlunarflokkur“ Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Almennum borgurum útrýmt af ásetningi Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Valkyrjur fá til sín sérfræðinga í Smiðju Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi „Hefur aldrei verið neitt persónulegt“ Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Mögulegt að dregið hafi úr óróa Sjá meira