Ólafur ræðst á spegilinn Jón Trausti Reynisson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt.
Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun