Newey: Við erum á eftir áætlun Birgir Þór Harðarson skrifar 6. janúar 2013 06:00 Newey segir Red Bull vera eftir áætlun hvað varðar hönnun og smíði RB9, keppnisbílsins fyrir árið 2013. nordicphotos/afp Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins. "Við vorum að uppfæra 2012-bílinn (RB8) alveg þar til í næst síðustu keppninni," sagði Newey. "Það þýðir að í stað þess að byrja á nýja bílnum strax í haust, eins og venja er, þá var veturinn alltaf að fara að verða mjög annasamur." "Við fórnuðum áætlunum okkar fyrir RB9-bílinn fyrir þessar síðbúnu uppfærslur. Það var auðvitað það rétta í stöðunni en nú erum við í eltingaleik við hin liðin." Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hulunni verður svipt af nýja bílnum en fyrstu æfingar ársins hefjast á Jerez-brautinni á Spáni í byrjun febrúar. Red Bull gæti hugsanlega misst af þeim mikilvægu prófunum. Red Bull-liðið hefur verið fararbroddi hvað tækninýjungar og tækniútfærslur varðar síðastliðin ár en breyting gæti orðið á þessu í ár. Ferrari í góðum málumÁ meðan Red Bull-liðið er í vandræðum er Ferrari-stjórinn Stefano Domenicali viss um að Ferrari-liðið sé í góðum málum. Ferrari hóf síðustu vertíð í vandræðum en bíll síðasta árs reyndist í upphafi ekki á pari við væntingar og keppinauta. "Það sem gerðist í Jerez í fyrra mun ekki koma fyrir í ár," sagði Domenicali. "Fyrstu mótin á næstu vertíð munu setja tóninn fyrir allt tímabilið því liðin munu ekki vinna eins lengi að keppnisbílum ársins 2013 eins og þeir gerðu árið 2012." Domenicali bendir þar á nýjar tæknireglur sem verða innleiddar árið 2014 en þær hafa í för með sér minna vélarrúm, túrbínur og breyttan ramma sem hanna má bílana innan. "Liðin munu byrja að einbeita sér að 2014 ekki seinna en í júlí svo það verður mikilvægt að hafa sterkan bíl í upphafi." Ferrari-liðið hefur heldur ekki ákveðið hvenær nýr Ferrari-bíll verður kynntur en sérfræðingar gera ráð fyrir að liðið taki þátt í fyrstu æfingunum á Jerez.Domenicali er viss um að komandi ár verði gott í annálum Ferrari-liðsins.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins. "Við vorum að uppfæra 2012-bílinn (RB8) alveg þar til í næst síðustu keppninni," sagði Newey. "Það þýðir að í stað þess að byrja á nýja bílnum strax í haust, eins og venja er, þá var veturinn alltaf að fara að verða mjög annasamur." "Við fórnuðum áætlunum okkar fyrir RB9-bílinn fyrir þessar síðbúnu uppfærslur. Það var auðvitað það rétta í stöðunni en nú erum við í eltingaleik við hin liðin." Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hulunni verður svipt af nýja bílnum en fyrstu æfingar ársins hefjast á Jerez-brautinni á Spáni í byrjun febrúar. Red Bull gæti hugsanlega misst af þeim mikilvægu prófunum. Red Bull-liðið hefur verið fararbroddi hvað tækninýjungar og tækniútfærslur varðar síðastliðin ár en breyting gæti orðið á þessu í ár. Ferrari í góðum málumÁ meðan Red Bull-liðið er í vandræðum er Ferrari-stjórinn Stefano Domenicali viss um að Ferrari-liðið sé í góðum málum. Ferrari hóf síðustu vertíð í vandræðum en bíll síðasta árs reyndist í upphafi ekki á pari við væntingar og keppinauta. "Það sem gerðist í Jerez í fyrra mun ekki koma fyrir í ár," sagði Domenicali. "Fyrstu mótin á næstu vertíð munu setja tóninn fyrir allt tímabilið því liðin munu ekki vinna eins lengi að keppnisbílum ársins 2013 eins og þeir gerðu árið 2012." Domenicali bendir þar á nýjar tæknireglur sem verða innleiddar árið 2014 en þær hafa í för með sér minna vélarrúm, túrbínur og breyttan ramma sem hanna má bílana innan. "Liðin munu byrja að einbeita sér að 2014 ekki seinna en í júlí svo það verður mikilvægt að hafa sterkan bíl í upphafi." Ferrari-liðið hefur heldur ekki ákveðið hvenær nýr Ferrari-bíll verður kynntur en sérfræðingar gera ráð fyrir að liðið taki þátt í fyrstu æfingunum á Jerez.Domenicali er viss um að komandi ár verði gott í annálum Ferrari-liðsins.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira