Innlent

Saumaði amfetamínið í buxnastrenginn og sendi með pósti til landsins

Nýverið fann tollgæslan hér á landi poka með amfetamíni í og greindi frá á heimasíðu sinni. Þar hófu þeir greinina á þessum orðum:

„Þeir sem reyna að smygla fíkniefnum til landsins nota ótrúlegustu aðferðir til þess“.

Pokinn með amfetamíninu var kyrfilega saumaður inn í streng á gallabuxum. Þær voru sendar sem gjöf til landsins, að því er fram kom í farmbréfi, og var verðmæti gjafarinnar skráð sem „0 bandaríkjadalir“.

Tollverðir stöðvuðu sendinguna og fundu amfetamínið við leit. Málið var tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með rannsókn þess. Tollstjóri veitir því ekki frekari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×