Sebastian Vettel er að sjálfsögðu á ráspól í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1. Tímatakan fór fram við votar aðstæður í kvöld.
Vettel var með yfirburði í tímatökunni. Nico Rosberg var með næstbesta tímann og Fernando Alonso þann þriðja.
Mark Webber mun ræsa fjórði í sínum síðasta kappakstri en stýrið hjá honum fer upp í hillu annað kvöld. Lewis Hamilton kemur á eftir honum og svo Romain Grosjean.
Mikil rigning var í Brasilíu í dag og aðstæður erfiðar. Þýski heimsmeistarinn var þó öryggið uppmálað eins og venjulega.
Rigningin hægði ekki á Vettel

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn