Innlent

Morðingi Roberts Kennedy færður í nýtt fangelsi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Lögmenn Sirhans halda því fram að Sirhan hafi aldrei ætlað sér að myrða Kennedy. Hann hafi verið dáleiddur þegar hann framdi verknaðinn.
Lögmenn Sirhans halda því fram að Sirhan hafi aldrei ætlað sér að myrða Kennedy. Hann hafi verið dáleiddur þegar hann framdi verknaðinn.
Morðingi Roberts Kennedy, Sirhan Sirhan, hefur verið færður í annað fangelsi, degi eftir að þess var minnst að hálf öld er liðin frá morði bróður hans, John F. Kennedy.

Sirhan myrti Robert Kennedy í júní 1968 þegar Kennedy var á leið frá Ambassador hótelinu í Los Angeles. Mánuði áður hafði Kennedy sigrað í baráttu um útnefningu Demókrataflokksins í forsetakosningum í Kaliforníuríki.

Sirhan Sirhan var dæmdur til dauða en fjórum árum síðar var dómnum breytt í lífstíðarfangelsi. Frá þeim tíma hefur hann setið inni í nokkrum fangelsum Kaliforníuríkis. Fyrir tveimur árum var honum hafnað um reynslulausn.

Lögmenn hans hafa haldið því fram að Sirhan hafi verið dáleiddur og að hann hafi aldrei ætlað sér að myrða Robert Kennedy.

Það er USA Today sem greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×