„Við biðjum fyrir innbrotsþjófunum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2014 14:30 „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim,“ segir Einar Friðjónsson. „Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“ Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Við erum búin að biðja fyrir mönnunum sem brutust hérna inn,“ segir Einar Friðjónsson, verslunarstjóri nytjamarkaðirns Hertex á Akureyri, sem er rekið af Hjálpræðishernum. Brotist var inn í markaðinn á sunnudag. Hann spyr sig hverjir hafi viljað brjótast þarna inn. „Ágóðinn af rekstrinum fer annars vegar til Hjálpræðishersins og hins vegar í velferðarsjóð, sem er úthlutað til fólks sem á lítið sem ekkert.“ Hann segir að ef þeir sem brutust inn hafi verið í neyð og vantað peninga hefðu þeir líklega getað fengið styrk úr velferðarsjóði og því innbrotið tilgangslaust. „Ég vona að þeir komi hingað og biðjist afsökunar. Við myndum fyrirgefa þeim. Þessi stofnun er ekki til þess að standa í illindum. Við erum að reyna að hjálpa,“ segir Einar og segist vonast til þess að þjófarnir finni kærleikann sem fólkið í Hertex hafi sent þeim í bænastundinni. Þjófarnir eyðilögðu búðarkassa sem Einar segist sjá mikið eftir. „Það var leiðinlegt að missa kassann, við munum sakna hans mikið. Við þurfum einhvernveginn að reyna að bæta það tjón. Þeir tæmdu líka veski sem var inni á minni skrifstofu. Ég hafði tekið fé til hliðar sem átti að renna til velferðarsjóðs.“ Einar segir þjófana í raun hafa stolið frá fólki sem er í neyð, því allur ágóði renni til þeirra sem minna mega sín. Hann segir þó gott fólk strax byrjað að reyna að hjálpa þeim hjá Hertex að bæta tjónið. „Til dæmis kom ungur maður hingað í gær og keypti bók sem kostaði bara hundrað krónur. Hann borgaði með þúsund króna seðli og gaf okkur afganginn. Mér fannst það mjög sniðug leið til að styrkja okkur,“ segir Einar. Hann segir aðkomuna hafa verið afar leiðinlega. „Ég kom sjálfur að þessu. Kassinn var þarna gjörónýtur á gólfinu. Þeir stálu engum vörum frá okkur. En þetta innbrot snertir mann bara. Tilfinningalega séð var þetta mjög leiðinlegt.“
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira