Svipmynd Markaðarins: Apple-aðdáandi sem gengur á fjöll Haraldur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2014 10:00 Kristín er einnig stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Stefán Kristín Edwald, lögmaður og formaður nefndar sem á að útfæra fyrirkomulag nýs millidómstigs, segir að frumvarp um dómstigið verði að óbreyttu lagt fyrir Alþingi í vor. „Vinna nefndarinnar hefur gengið mjög vel en þetta er vandasamt verk og það er að mörgu að hyggja,“ segir Kristín. Hún starfar sem lögmaður á Lex lögmannsstofu og er einn af eigendum stofunnar. Kristín hefur mikla reynslu á sviðum félagaréttar, skaðabótaréttar og af málflutningi og gerð áreiðanleikakannana. „Mér finnst gaman að vinna við áreiðanleikakannanir því þá kynnist maður fyrirtækjum í alls konar atvinnugreinum og skoðar þau ofan í kjölinn og alla lögfræðilega áhættuþætti, allar skuldbindingar, eignir og slíkt,“ segir Kristín. Hún hefur starfað á Lex frá 2002 en var áður hjá málflutningsskrifstofu sem varð síðar að Logos lögmannsþjónustu, og þar á eftir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hún lærði lögfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson. Kristínu finnst gaman að ganga á fjöll og hún segist vilja gera meira af því. „Svo finnst mér gaman að prjóna og baka. Ég tapa mér þegar ég baka afmæliskökur fyrir börnin. Ég er einnig tækjanörd og mikill Apple-aðdáandi,“ segir hún. „Ég ferðast einnig mikið og ef það er eitthvert eitt land sem stendur upp úr þá er það Japan. Það hafði ótrúleg áhrif á mig og þá menningin, maturinn, umhverfið og fólkið. Ég hef farið einu sinni þangað og stefni á að fara aftur,“ segir Kristín.Þórunn Guðmundsdóttir.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður „Ég kann ýmsar skemmtilegar sögur af Kristínu en þær eru þannig að svona virðulegt blað eins og Markaðurinn gæti ekki birt þær. Að öðru leyti er hún frábær vinnufélagi, mjög ráðagóð, greiðvikin og heiðarleg. Við höfum unnið saman að málum fyrir dómi og ég verð að segja að ég myndi ekki vilja vera vitni í sakamáli og þurfa að svara spurningum hennar. Ég horfði einu sinni á hana þegar það var ljóst að vitni sem hún var að taka skýrslu af fyrir dómi var að ljúga. Þá minnti hún mig á myndir sem ég hef séð á Animal Planet þegar blettatígurinn er búinn að finna lykt af bráð sinni og skýtur fram hökunni. Þá sá ég að hún var komin á blóðslóðina.“Birgir Edwald.Birgir Edwald, skólastjóri „Hún er yndisleg litla systir og við höfum alltaf náð vel saman. Þegar ég var fimmtán til sextán ára skellinöðrutöffari þá var hún þriggja til fjögurra ára og fékk að sitja á bensíntanknum hjá mér. Kristín er alltaf áræðin og skorast aldrei undan neinu verki. Það er sama hvað á gengur, hún heldur alltaf ró sinni og hugsar skýrt og tekur hlutina alla leið. Þá skiptir ekki máli hvort hún er að halda barnaafmæli eða sinna einhverju tengdu vinnunni. Þess vegna rifjast þetta upp fyrir mér þetta með skellinöðruna, því seinna keypti hún sér mótorhjól.“Sigrún Brynja Einarsdóttir.Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis „Kristín er afskaplega traust og góð og gjafmild vinkona. Við kynntumst fyrst í Pennanum þegar við unnum við afgreiðslustörf þar. Síðan tókst með okkur góð vinátta þegar við fórum í lagadeildina. Kristín getur eiginlega allt, hvort sem það er á sviði lögfræði, kökuskreytinga og baksturs eða hannyrða. Hún er fljót að hugsa og framkvæma. Hún er eldhugi sem finnur sér sífellt nýjar áskoranir. Síðan er hún ótrúlega árrisul og ofurskipulögð og skrifborðið hennar er það snyrtilegasta sem maður finnur.“ Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Kristín Edwald, lögmaður og formaður nefndar sem á að útfæra fyrirkomulag nýs millidómstigs, segir að frumvarp um dómstigið verði að óbreyttu lagt fyrir Alþingi í vor. „Vinna nefndarinnar hefur gengið mjög vel en þetta er vandasamt verk og það er að mörgu að hyggja,“ segir Kristín. Hún starfar sem lögmaður á Lex lögmannsstofu og er einn af eigendum stofunnar. Kristín hefur mikla reynslu á sviðum félagaréttar, skaðabótaréttar og af málflutningi og gerð áreiðanleikakannana. „Mér finnst gaman að vinna við áreiðanleikakannanir því þá kynnist maður fyrirtækjum í alls konar atvinnugreinum og skoðar þau ofan í kjölinn og alla lögfræðilega áhættuþætti, allar skuldbindingar, eignir og slíkt,“ segir Kristín. Hún hefur starfað á Lex frá 2002 en var áður hjá málflutningsskrifstofu sem varð síðar að Logos lögmannsþjónustu, og þar á eftir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Hún lærði lögfræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1997. Kristín á tvö börn, Snædísi, sem er tólf ára, og Helga, sem er níu ára. Maður hennar er Þorsteinn Már Baldvinsson. Kristínu finnst gaman að ganga á fjöll og hún segist vilja gera meira af því. „Svo finnst mér gaman að prjóna og baka. Ég tapa mér þegar ég baka afmæliskökur fyrir börnin. Ég er einnig tækjanörd og mikill Apple-aðdáandi,“ segir hún. „Ég ferðast einnig mikið og ef það er eitthvert eitt land sem stendur upp úr þá er það Japan. Það hafði ótrúleg áhrif á mig og þá menningin, maturinn, umhverfið og fólkið. Ég hef farið einu sinni þangað og stefni á að fara aftur,“ segir Kristín.Þórunn Guðmundsdóttir.Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður „Ég kann ýmsar skemmtilegar sögur af Kristínu en þær eru þannig að svona virðulegt blað eins og Markaðurinn gæti ekki birt þær. Að öðru leyti er hún frábær vinnufélagi, mjög ráðagóð, greiðvikin og heiðarleg. Við höfum unnið saman að málum fyrir dómi og ég verð að segja að ég myndi ekki vilja vera vitni í sakamáli og þurfa að svara spurningum hennar. Ég horfði einu sinni á hana þegar það var ljóst að vitni sem hún var að taka skýrslu af fyrir dómi var að ljúga. Þá minnti hún mig á myndir sem ég hef séð á Animal Planet þegar blettatígurinn er búinn að finna lykt af bráð sinni og skýtur fram hökunni. Þá sá ég að hún var komin á blóðslóðina.“Birgir Edwald.Birgir Edwald, skólastjóri „Hún er yndisleg litla systir og við höfum alltaf náð vel saman. Þegar ég var fimmtán til sextán ára skellinöðrutöffari þá var hún þriggja til fjögurra ára og fékk að sitja á bensíntanknum hjá mér. Kristín er alltaf áræðin og skorast aldrei undan neinu verki. Það er sama hvað á gengur, hún heldur alltaf ró sinni og hugsar skýrt og tekur hlutina alla leið. Þá skiptir ekki máli hvort hún er að halda barnaafmæli eða sinna einhverju tengdu vinnunni. Þess vegna rifjast þetta upp fyrir mér þetta með skellinöðruna, því seinna keypti hún sér mótorhjól.“Sigrún Brynja Einarsdóttir.Sigrún Brynja Einarsdóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis „Kristín er afskaplega traust og góð og gjafmild vinkona. Við kynntumst fyrst í Pennanum þegar við unnum við afgreiðslustörf þar. Síðan tókst með okkur góð vinátta þegar við fórum í lagadeildina. Kristín getur eiginlega allt, hvort sem það er á sviði lögfræði, kökuskreytinga og baksturs eða hannyrða. Hún er fljót að hugsa og framkvæma. Hún er eldhugi sem finnur sér sífellt nýjar áskoranir. Síðan er hún ótrúlega árrisul og ofurskipulögð og skrifborðið hennar er það snyrtilegasta sem maður finnur.“
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira